Skattamál

86. fundur
Föstudaginn 18. desember 1992, kl. 21:57:22 (3836)

     Ólafur Þ. Þórðarson (um þingsköp) :
    Herra forseti. Sá sérstæði atburður gerðist hér í ræðustól að forseti ávarpaði greinilega ræðumann hvasst en þó það lágt að þingheimur mátti ekki heyra. En hæstv. forseti stöðvaðist svo við þegar þingmaðurinn mótmælti því að hann væri víttur hér í ræðustól. Hafi þingmaðurinn verið víttur þá var hann víttur fyrir að segja sannleikann. Og það er óhjákvæmilegt að því sé svarað úr forsetastól hvort þingmaðurinn var víttur fyrir að segja satt, að það væri skákmót hér í stigaherberginu og forsrh. sæti þar löngum að tafli.