Skattamál

87. fundur
Laugardaginn 19. desember 1992, kl. 13:33:03 (3904)

     Jóna Valgerður Kristjánsdóttir (um atkvæðagreiðslu) :
    Virðulegi forseti. Það er alveg rétt að það getur verið nokkuð erfitt að átta sig á þessum skattalögum öllum, virðisaukaskattinum og fleiru. Það er rétt líka að í 14. gr. laganna segir að virðisaukaskattur skuli vera 24,5%. Við erum búin að samþykkja hér á undan, þ.e. þeir sem það samþykktu eru búnir að samþykkja að allar þessar greinar skuli falla undir 14. gr. Það sem hér gerist í 43. gr. er að það er verið að taka það út og segja að skatturinn skuli vera 14%. Út af fyrir sig gæti ég verið sammála því að það væri mildandi atriði en þar sem þetta er liður í því að skattleggja öll þessi atriði sem eru talin upp í tölul. 1--7 í þessari grein, þá kýs ég að láta ríkisstjórnina bera ábyrgð á allri þessari skattlagningu og greiði því ekki atkvæði.