Skattamál

89. fundur
Þriðjudaginn 22. desember 1992, kl. 16:15:33 (4180)

     Frsm. meiri hluta efh.- og viðskn. (Vilhjálmur Egilsson) (andsvar) :
    Hæstv. forseti. Ég vil benda á að aðilar vinnumarkaðarins voru ekki endilega sammála um það til hvaða aðgerða ætti að grípa til að koma í stað aðstöðugjaldsins. Ég held að allir hafi t.d. verið sammála um það að sú tillaga sem gerð var um vaxtaskatt upp á 5% mundi hækka vexti, mundi íþyngja fyrirtækjunum og mundi eyða atvinnu. Síðan vil ég líka vekja athygli hv. þm. á því að hann talaði um 8--10 milljarða samdrátt í þjóðartekjum á næsta ári samkvæmt Þjóðhagsstofnun. Ég vil biðja hann líka um að bera þá tölu saman við þær tölur sem hafa verið nefndar hér um 7% lækkun á kaupmætti ráðstöfunartekna sem þýðir um 16 milljarða kr. Hvernig hann getur komið því heim og saman skil ég ekki.