Ferill 120. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1992. – 1062 ár frá stofnun Alþingis.
116. löggjafarþing. – 120 . mál.


140. Fyrirspurn



til heilbrigðisráðherra um skrifstofur heilbrigðismála í kjördæmum landsins.

Frá Hjörleifi Guttormssyni.



    Hvað hafa stjórnvöld aðhafst í framhaldi af ályktun Alþingis frá árinu 1991 um að komið skyldi á fót á næstu fjórum árum skrifstofum heilbrigðismála í kjördæmum landsins?

Greinargerð.


    Alþingi samþykkti svohljóðandi ályktun 7. febrúar 1991:
    „Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að undirbúa að komið verði á fót í kjördæmum landsins á næstu fjórum árum skrifstofum heilbrigðismála sem sinni m.a. verkefnum fyrir héraðslækna, heilbrigðismálaráð og Tryggingastofnun, svo og fjárhagslegri og faglegri áætlanagerð og eftirliti með heilbrigðisþjónustu á svæðinu.“


Skriflegt svar óskast.