Ferill 2. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1992. – 1062 ár frá stofnun Alþingis.
116. löggjafarþing. – 2 . mál.


269. Nefndarálit



um frv. til l. um vernd svæðislýsinga smárása í hálfleiðurum.

Frá iðnaðarnefnd.



    Nefndin hefur rætt frumvarp þetta og fengið á sinn fund Rán Tryggvadóttur, deildarstjóra í iðnaðarráðuneytinu, Valgerði Skúladóttur, verkfræðing í iðnaðarráðuneytinu, og Gunnar Guttormsson, forstjóra Einkaleyfastofunnar.
    Nefndin leggur til að gerðar verði eftirfarandi breytingar á frumvarpinu:
    Í fyrsta lagi eru lagðar til breytingar á 1. tölul. 2. gr. og 3. tölul. 5. gr. vegna hugtakabrengls. Í öðru lagi er lagt til að kveðið verði skýrar á um vernd rétthafa í 5. tölul. 6. gr. Í þriðja lagi er lagt til að fyrningarákvæði 8. gr. verði fellt út og almennir fyrningarfrestir gildi. Í fjórða lagi þykir eðlilegt að miða gildistöku frumvarpsins við 1. janúar 1993.
    Nefndin mælir með samþykkt frumvarpsins með þessum breytingum sem flutt er tillaga um á sérstöku þingskjali.
    Guðjón Guðmundsson var fjarstaddur afgreiðslu málsins.

Alþingi, 5. nóv. 1992.



Össur Skarphéðinsson,

Pálmi Jónsson.

Sigríður A. Þórðardóttir.


form., frsm.



Svanhildur Árnadóttir.

Svavar Gestsson.

Kristín Einarsdóttir,


með fyrirvara.



Elín R. Líndal,

Finnur Ingólfsson,


með fyrirvara.

með fyrirvara.