Ferill 286. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1992–93. – 1062 ár frá stofnun Alþingis.
116. löggjafarþing. – 286 . mál.


552. Breytingartillögur



við frv. til l. um breytingar í skattamálum.

Frá efnahags- og viðskiptanefnd.


    Á undan 1. gr. komi ný grein er orðist svo:
                  Á eftir orðinu „fengnum“ í 1. málsl. 2. mgr. 14. gr. laganna kemur: niðurfærslum skv. 31. gr. og.
    Við 2. gr. bætist nýr stafliður, a-liður, svohljóðandi: Á eftir orðinu „gengistöp“ í 1. málsl. 1. tölul. komi orðið: niðurfærslu.
    Á eftir 2. gr. komi þrjár nýjar greinar er orðist svo:
         
    
    (3. gr.)
                            Á eftir 31. gr. laganna komi ný grein, er verði 31. gr. A, með fyrirsögninni Niðurfærsla eigna, svohljóðandi:
                                                         Eftirtaldar eignir má færa niður með jöfnum fjárhæðum á fimm árum:
              1.    Stofnkostnað, svo sem kostnað vegna skráningar fyrirtækis og öflunar atvinnurekstrarleyfis.
              2.    Kostnað við tilraunavinnslu, markaðsleit, rannsóknir og öflun einkaleyfis og vörumerkja.
              3.    Stofnkostnaður við kaup á framleiðslurétti í landbúnaði.
                            Niðurfærsla samkvæmt grein þessari er heimil til frádráttar í fyrsta skipti á því ári þegar eignanna er aflað eða lagt er í kostnað þeirra vegna. Við sölu eigna skv. 1. og 2. tölul. telst söluverð þeirra að fullu til tekna á söluári að frádregnum þeim hluta sem ekki hefur verið færður niður. Um söluhagnað framleiðsluréttar í landbúnaði sbr. 3. tölul. fer eftir 14. gr.
         
    
    (4. gr.)
                            5. tölul. 32. gr. laganna fellur brott.
         
    
    (5. gr.)
                            Eftirfarandi breytingar verði á 7. tölul. 38. gr. laganna:
              a.    1. mgr. orðist svo:
                                 Keyptur eignarréttur að verðmætum hugverkum og auðkennum og aðrar eignir sem um er rætt í 4. tölul. 32. gr., 15–20%.
              b.    Lokamálsgrein fellur niður.