Ferill 558. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1992–93. – 1062 ár frá stofnun Alþingis.
116. löggjafarþing. – 558 . mál.


925. Tillaga til þingsályktunar


um styttingu vinnutíma.

Flm.: Anna Ólafsdóttir Björnsson, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir,

Jóna Valgerður Kristjánsdóttir, Kristín Ástgeirsdóttir, Þórhildur Þorleifsdóttir.


    Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að beita sér fyrir styttingu vinnuvikunnar með það að markmiði m.a. að skapa fleiri störf. Vinnuvika í dagvinnu verði stytt í 35 stundir í áföngum og án kjaraskerðingar. Haft verði samráð við aðila vinnumarkaðarins og jafnframt kannað hvort slík að gerð geti verið liður í kjarasamningum.

Greinargerð.

    Atvinnuleysi hefur farið vaxandi hér á landi á undanförnum mánuðum. Það verður a.m.k. 5% á árinu 1993 að mati Þjóðhagsstofnunar, en verkalýðsfélög hafa spáð allt að 20% atvinnuleysi. Þrátt fyrir það er vinnutími hér á landi lengri en í nokkru öðru Evrópulandi. Meðalvinnutími var samkvæmt könnun kjararannsóknarnefndar 45,8 stundir á viku á þriðja ársfjórðungi ársins 1992. Það skýtur skökku við að á meðan atvinnuleysi eykst skuli stöðugildi í landinu vera mun fleiri en fólk á vinnumarkaði þótt ýmsir vinni hlutastörf. Lítt hefur verið hugað að því að deila störfum milli fleiri en nú er gert. Fáir minnka við sig vinnu ótilneyddir og taka á sig það tekjutap sem af því leiðir. Á einstaka vinnustað hefur starfsfólk þó mætt samdrætti með því að deila á milli sín þeirri vinnu sem til skiptanna er til þess að koma í veg fyrir uppsagnir einhverra úr hópnum og þannig tekið á sig kjaraskerðingu. Í þessari tillögu er hins vegar gert ráð fyrir að unnt verði að stytta vinnudag hvers og eins án kjaraskerðingar. Ýmis fyrirtæki hafa hagrætt verulega á undanförnum árum og afköst starfsfólks aukist. Í flestum tilvikum kemur slík hagræðing aðeins fyrirtækinu til góða en ekki starfsfólki sem innir af hendi meiri vinnu á skemmri tíma. Einnig er rétt að hafa í huga að aðstöðu gjaldi hefur nú verið létt af íslenskum fyrirtækjum og tekjuskattur þeirra lækkaður. Þessar breyting ar ættu að skapa svigrúm til styttingar vinnutíma.
    Í tillögunni er lagt til að kannað verði hvort slíkar breytingar á vinnutíma geti verið liður í kjara samningum. Mikil áhersla hefur að undanförnu verið lögð á að aukin atvinna sé forsenda kjara samninga. Stjórnvöld hafa átt þátt í þríhliða samningaviðræðum ásamt launþegum og vinnuveitend um. Eðlilegt er að ræða styttingu vinnutíma í slíkum viðræðum. Með styttingu vinnutíma er hægt að skapa fjölmörg störf og spara samfélaginu umtalsverðar fúlgur sem ella væru greiddar í atvinnu leysisbætur. Þannig væru stjórnvöld í stakk búin til að mæta auknum útgjöldum vegna styttingar vinnutíma opinberra starfsmanna og líklega aflögufær til að hlaupa undir bagga ef atvinnurekendur teldu lækkun skatta og hagræðingu undanfarinna ára ekki hrökkva fyrir kostnaði við styttingu vinnuvikunnar.
    Stytting vinnuvikunnar hefur fleiri kosti. Varla leikur á því vafi að þörf er á því að fjölga sam verustundum fjölskyldunnar. Mjög margir vinna langan vinnudag af illri nauðsyn. Samkvæmt lífs kjarakönnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands, sem út kom árið 1990, telja 36,1% Íslendinga að þeir vinni of langan vinnudag. Ef litið er á fjölskyldur með börn fer hlutfallið upp í 40,4% hjá fólki í sambúð en 51,1% hjá einstæðum foreldrum. Helstu ástæður, sem upp eru gefnar fyrir því að foreldrar vilja vinna styttri vinnudag, eru: Vilji til að sinna áhugamálum, fjölskyldu og börnum. Fjárhagur fjölskyldunnar er ein helsta ástæða þess að fólk telur sig ekki geta minnkað við sig vinnu, 39% telja það meginástæðuna. Ef einungis er litið á afstöðu kvenna til langs vinnutíma kemur í ljós að 48,3% kvenna telja sig verða að vinna langan vinnudag af fjárhagsástæðum fyrst og fremst.
    Umræða um styttingu vinnutíma er ekki ný af nálinni á Íslandi. Á 110. löggjafarþingi fluttu þing menn Alþýðubandalagsins þingsályktunartillögu um styttingu vinnutímans (456. mál) og á 113. löggjafarþingi fluttu tveir þingmenn Alþýðuflokksins einnig tillögu um styttingu vinnutíma (315. mál).
    Með auknu atvinnuleysi hlýtur að verða að taka þessa umræðu upp af meiri alvöru en nokkru sinni fyrr. Stytting vinnuvikunnar gæti skapað fleiri störf en nokkur önnur einstök aðgerð. Það er sameiginlegt hagsmunamál stjórnvalda, launþega og atvinnurekenda að snúa við þeirri óheillaþróun sem aukning atvinnuleysis er. Sú ábyrgð hvílir á herðum þeirra að leita allra hugsanlegra leiða í bar áttunni við atvinnuleysisvofuna. Í þessari tillögu er bent á raunhæfan kost í þeirri baráttu.


Fylgiskjal I.

Hagstofa Íslands og
Nordiska statistiska sekratariatet:



Samanburður á vinnutíma á Íslandi og öðrum Norðurlöndum.

(Úr Leva i Norden, tabellbilaga, 1992.)



(Tafla ekki tiltæk.)


Fylgiskjal II.


Úr fréttabréfi kjararannsóknarnefndar.

(3. ársfjórðungur 1992, janúar 1993.)


Tafla 1.2. Meðalfjöldi vinnustunda á viku.     3. ársfj.     3. ársfj.     Breyting
Starfsstéttir     1991     1992     tímar

Verkakarlar          49,6     48,9     –0,7
Verkakonur          44,8     43,9     –0,9
Iðnaðarmenn          47,4     46,3     –1,1
Afgreiðslukarlar          47,9     47,2     –0,7
Afgreiðslukonur          45,4     45,5     0,1
Skrifstofukarlar          42,5     41,3     –1,2
Skrifstofukonur          40,3     40,6     0,3
Allir               46,4     45,8     –0,7


Fylgiskjal III.

Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands og
Hagstofa Íslands:


Úr bók Stefáns Ólafssonar, Lífskjör og lífhættir á Íslandi.

(Júní 1990.)



(Töflur ekki tiltækar.)