Ferill 256. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1992–93. – 1062 ár frá stofnun Alþingis.
116. löggjafarþing. – 256 . mál.


979. Breytingartillögur



við frv. til l. um breyt. á umferðarlögum, nr. 50 30. mars 1987.

Frá allsherjarnefnd.



    Á eftir 4. gr. komi ný grein er orðist svo:
                  1. mgr. 22. gr. laganna orðast svo:
                  Eigi má aka fram úr öðru ökutæki rétt áður en komið er að vegamótum eða á þeim. Heimilt er þó að aka fram úr öðru ökutæki ef skilyrði til framúraksturs eru að öðru leyti fyrir hendi og
              a.    ökutækin eru á akbraut með tveimur eða fleiri akreinum í akstursstefnu þeirra,
              b.    aka skal hægra megin fram úr vegna ökutækis sem beygt er til vinstri,
              c.    umferð á vegamótum er stjórnað af lögreglu eða með umferðarljósum, eða
              d.    umferð hefur forgang gagnvart umferð af hliðarvegi, sbr. 2. mgr. 25. gr.
    Við 6. gr. Í stað orðsins „lágs“ í fyrri málslið efnismgr. c-liðar komi: eða ásamt lágum.
    Á eftir 7. gr. komi ný grein er orðist svo:
                  34. gr. laganna breytist þannig:
         
    
    Á undan 1. mgr. kemur ný málsgrein er orðast svo:
                            Dómsmálaráðherra getur sett reglur um akstursíþróttir á sérstökum afmörkuðum svæðum utan vega. Í þeim reglum er heimilt að víkja frá ákvæðum laganna um ökuskírteini og um lágmarksaldur ökumanns.
         
    
    Fyrirsögn greinarinnar orðast svo: Akstursíþróttir og aksturskeppni.
    Við 10. gr. D-liður 1. efnismgr. orðist svo: tilteknum bifhjólum.
    Við 11. gr.
         
    
    B-liður orðist svo: Við 5. mgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Má þar ákveða að sá æfingaakstur fari fram án þess að löggiltur ökukennari sitji við hlið nemanda.
         
    
    C-liður orðist svo: Á eftir 5. mgr. kemur ný málsgrein, svohljóðandi:
                            Dómsmálaráðherra getur sett reglur um æfingaakstur án löggilts ökukennara, þar á meðal um lágmarksþjálfun nemanda, enda hafi leiðbeinandinn náð 24 ára aldri, hafi gild réttindi til að stjórna þeim flokki ökutækja og hafi a.m.k. fimm ára reynslu af að aka þannig ökutæki. Ákvæði 1.–5. mgr. eiga við um akstur þennan eftir því sem við á.
    Við 13. gr. Í stað orðanna „1. mgr.“ í a-lið komi: 2. málsl. 1. mgr.
    Á eftir 19. gr. komi ný grein er orðist svo:
                  Á eftir 72. gr. laganna kemur ný grein, 72. gr. a, er orðast svo:
                  Dómsmálaráðherra getur sett reglur um notkun hlífðarhjálms við hjólreiðar.
    Við 28. gr. Greinin orðist svo:
                  112. gr. laganna, sbr. lög nr. 12/1992, breytist þannig:
         
    
    Í stað orðanna „sviði, og“ í i-lið 1. mgr. kemur: sviði.
         
    
    Á eftir orðinu „ökupróf“ í k-lið 1. mgr. kemur: og.
         
    
    Á eftir k-lið 1. mgr. kemur nýr liður, l-liður, og orðast svo: að annast önnur verkefni samkvæmt ákvörðun dómsmálaráðherra.
         
    
    Í stað orðsins „árlega“ í 3. mgr. kemur: a.m.k. annað hvert ár.