Ferill 232. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1992–93. – 1062 ár frá stofnun Alþingis.
116. löggjafarþing. – 232 . mál.


1080. Breytingartillögur



við till. til þál. um framkvæmdaáætlun til fjögurra ára um aðgerðir til að ná fram jafnrétti kynjanna.

Frá félagsmálanefnd.



    Í stað ártalsins „1992–1996“ í upphafsorðum ályktunarinnar komi: 1993–1997.
    Töluliðurinn 1.2.1. falli brott.
    Við tölulið 1.2.2.
         
    
    Efnismálsgreinin orðist svo:
                  Dregið verði úr skaðlegum áhrifum kynferðisbrota og málsmeðferðar á brotaþola og tryggðar bætur fyrir fjártjón og miska. Jafnframt verði refsivörslukerfið styrkt í baráttunni við refsiverð brot.
         
    
    Fyrirsögn orðist svo: Meðferð opinberra mála.
    Við tölulið 1.2.3. Efnismálsgreinin orðist svo:
                  Jafnframt verði fræðsla varðandi kynferðisafbrot og heimilisofbeldi aukin í grunnnámi lögreglumanna og verði þáttur í endurmenntunarnámskeiðum þeirra.
    Efnismálsgrein töluliðar 2.1. orðist svo:
                  Skipuð verði sérstök ráðgjafarnefnd til tveggja ára sem hafi það hlutverk að virkja karla í jafnréttisumræðunni þannig að sjónarmið þeirra komist til skila. Einum starfsmanni skrifstofu jafnréttismála verði falið að fylgja ákvörðunum nefndarinnar eftir.
    Við tölulið 2.2. Í stað orðanna „og starfi í náinni samvinnu við jafnréttisnefndir þar sem þær eru starfandi“ í lok 3. málsl. 1. mgr. komi nýr málsliður er orðist svo: Jafnframt sinni jafnréttisráðgjafi, eftir því sem þörf krefur, jafnréttisstarfi á sviði menntamála og fjölskyldu-, félags- og heilbrigðismála í samvinnu við jafnréttisnefndir og starfsfólk viðkomandi ráðuneyta og stofnana.
    Við tölulið 2.3.
         
    
    Á undan efnismálsgreininni komi svohljóðandi fyrirsögn: 2.3.1. Úttekt á hefðbundnum kvennastörfum.
         
    
    Á eftir tölulið 2.3. komi nýr töluliður, 2.3.2., er orðist svo: Könnun á kynferðislegri áreitni á vinnustöðum.
                            
Gerð verði könnun á kynferðislegri áreitni á vinnustöðum á Íslandi og umfangi hennar. Á grundvelli könnunarinnar og þeirrar þekkingar sem liggur fyrir hjá öðrum þjóðum verði unnið markvisst að því að auka umræðu um og vinna gegn kynferðislegri áreitni á vinnustöðum. Sett verði ákvæði varðandi kynferðislega áreitni í viðeigandi löggjöf.
    Við tölulið 2.4.
         
    
    Í stað orðanna „1992 og 1993“ í fyrri efnismálsgrein komi: 1993 og 1994.
         
    
    Í stað orðanna „verkefnisstjórn norræna launaverkefnisins“ í síðari efnismálslið komi: norræna jafnlaunaverkefnið.
    Við tölulið 2.5. Í stað orðanna „Væntanleg löggjöf“ í upphafi 1. málsl. komi: Lög nr. 19/1992.
    Við tölulið 3.1.
         
    
    Orðin „sérstök námskeið fyrir konur“ í fyrirsögn falli brott.
         
    
    Á undan efnismálsgreininni komi ný fyrirsögn er orðist svo: 3.1.1. Sérstök námskeið fyrir konur.
    Í 3. kafla bætist nýr töluliður, svohljóðandi: 3.1.2. Sérstök námskeið fyrir stjórnendur.
                  Skipulögð verði sérstök námskeið fyrir stjórnendur hjá hinu opinbera þar sem lögð verði áhersla á jafnrétti og samskipti kynjanna.
    Töluliðurinn 6.3. falli brott.
    Við tölulið 9.1. Efnismálsgreinin orðist svo:
                  Stefnt verður að því að koma á samfelldum skóladegi í grunnskólum og að daglegur skólatími yngstu barnanna og árlegur kennslutími verði lengdur.
    Töluliðurinn 9.2. falli brott.
    Á eftir tölulið 9.3.6. komi nýr töluliður, 9.3.7., er orðist svo: Á háskólastigi verði kennsla og rannsóknir í kvennafræðum efldar.