Ferill 160. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1992–93. – 1062 ár frá stofnun Alþingis.
116. löggjafarþing. – 160 . mál.


1091. Nefndarálit



um till. til þál. um tengsl ferðaþjónustu við íslenska sögu og sögustaði.

Frá menntamálanefnd.



    Nefndin hefur fjallað um tillöguna og fékk um hana umsögn frá Ferðamálaráði Íslands, Félagi leiðsögumanna, Félagi íslenskra fornleifafræðinga, Ferðamálasamtökum Vestfjarða, Félagi íslenskra safnamanna.
    Nefndin mælir með samþykkt tillögunnar með eftirfarandi

BREYTING

U:

    Tillgr. orðist svo:
    Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að skipa fimm manna nefnd til að setja fram hugmyndir og tillögur um það hvernig nýta megi sögu þjóðarinnar, sögustaði, þjóðhætti, verkmenningu og bókmenntir til að efla og bæta ferðaþjónustu innan lands.

    Ólafur Þ. Þórðarson var fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 4. maí 1993.



Sigríður A. Þórðardóttir,

Rannveig Guðmundsdóttir.

Björn Bjarnason.


form., frsm.



Svavar Gestsson,

Kristín Ástgeirsdóttir.

Valgerður Sverrisdóttir.


með fyrirvara.



Árni Johnsen.

Tómas Ingi Olrich.