Ferill 453. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1992–93. – 1062 ár frá stofnun Alþingis.
116. löggjafarþing. – 453 . mál.


1193. Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á l. nr. 94/1976, um skráningu og mat fasteigna, með síðari breytingum.

Frá minni hluta efnhags- og viðskiptanefndar.



    Nefndin hefur fjallað um málið. Minni hluti nefndarinnar telur að það sé ekki fullunnið í nefndinni og hafa umsagnir verið að berast eftir að afgreiðslu þess lauk. Einnig er mjög óljóst hvernig haga eigi gjaldtöku fyrir þjónustu stofnunarinnar og ekkert liggur fyrir um að breytingin, sem lögð er til í frumvarpinu, sé til einföldunar á því flókna kerfi sem er á mati fasteigna.
    Minni hlutinn mælir því ekki með afgreiðslu málsins á þessu stigi og mun sitja hjá við afgreiðslu þess.

Alþingi, 6. maí 1993.



Jóhannes Geir Sigurgeirsson,

Kristín Ástgeirsdóttir.

Steingrímur J. Sigfússon.


frsm.



Halldór Ásgrímsson.