Greiðslur atvinnuleysisbóta til bænda

89. fundur
Mánudaginn 14. febrúar 1994, kl. 17:08:55 (4066)


[17:08]
     Páll Pétursson :
    Frú forseti. Ég þakka fyrirspyrjanda fyrir að hreyfa þessu máli og hæstv. félmrh. fyrir hreinskilið svar. Það þarf töluverðan kjark til þess að standa hér og gefa þær upplýsingar sem hér voru gefnar. Það gildir auðvitað það sama um bændur og um vörubílstjóra og smábátaeigendur sem við vorum að tala um. Það eru alveg sömu rökin. Það er verið að gera mönnum það skylt að gefa upp alla von, gefa sig upp á bátinn og hætta allri sjálfsbjargarviðleitni. Ríkisstjórnin er búin að kalla yfir okkur atvinnuleysi í svo miklum mæli að við höfum aldrei þekkt neitt slíkt áður. Útilokunarárátta þeirra sem hafa ráðið ferðinni gengur algjörlega út í öfgar. Reglugerðarbreytingar geta að vísu lagað dálítið en þær duga skammt. Það þarf að skera upp allt þetta kerfi og lagabreytinga er sannarlega þörf í þessu efni.