Framleiðsla og sala á búvörum

106. fundur
Fimmtudaginn 10. mars 1994, kl. 14:04:29 (4968)


[14:04]
     Páll Pétursson (um fundarstjórn) :
    Frú forseti. Ég skil eiginlega ekki þessa afstöðu hæstv. forseta. Ég kom hér rétt áðan með hógværa ábendingu og beiðni um að umræðan hæfist ekki fyrr en hæstv. landbrh. gæti verið við. Ég benti jafnframt á að að sjálfsögðu eru fleiri mál á dagskránni og hægt að taka annað hvort þeirra eða jafnvel bæði til umræðu meðan beðið er eftir hæstv. landbrh. Mér sýnist á öllu að frú forseti ætli ekki að verða við þessari beiðni. Ég er því algerlega ósamþykkur. Ég tel enga ástæðu til að hlífa hæstv. landbrh. við að hlusta

á hv. 3. þm. Austurl. taka eina vendinguna enn.