Framleiðsla og sala á búvörum

106. fundur
Fimmtudaginn 10. mars 1994, kl. 16:14:59 (4977)


[16:14]
     Guðni Ágústsson (andsvar) :
    Hæstv. forseti. Hér hafa mjög sérkennilegar ræður verið fluttar. Þær hafa verið til þess að mæla fyrir sama frv. sem þeir eru flm. að, hv. þm. Gísli Einarsson og Egill Jónsson. Nú er það svo að nefndarálitin eru síðan misvísandi og þeir deila þar. Því vil ég spyrja hv. þm. hvort hann telji að Sjálfstfl. sé í sínu nefndaráliti að reyna að blekkja þær staðreyndir sem í frv. liggja. Ég vil enn fremur spyrja hv. þm. hvort hann telji ástæðu til þess að leita álits Lagastofnunar háskólans á því hvort nefndarálitið styðji frv. sem hér er lagt fram. Enn fremur vil ég spyrja: Hinn 28. febr. setti Alþfl. fram skýra kröfu um það að ríkisstjórnin færi frá ef ekki yrði fallist á tillögur hans í því frv. sem hér liggur fyrir.