Framleiðsla og sala á búvörum

106. fundur
Fimmtudaginn 10. mars 1994, kl. 16:16:05 (4978)


[16:16]
     Frsm. 2. minni hluta landbn. (Gísli S. Einarsson) (andsvar) :
    Virðulegur forseti. Hv. þm. Guðni Ágústsson er búinn að vera hér í salnum, og ég þakka honum það, allan tímann sem ég flutti mína ræðu og mínar skýringar. Ég hélt að skýringarnar lægju ljósar fyrir. Mitt nefndarálit er sett fram vegna þess að ég tel að nefndarálit 1. minni hluta standist ekki miðað við þá lagasetningu sem sett er fram og ég stend að. Þar að auki fékk ég engu þar um breytt þó ég sýndi fram á með rökum að þar þyrfti að lagfæra svo að það félli að lagatextanum. Þess vegna set ég mitt álit fram og ég tel að bæði nefndarálitin hafi lagatúlkunargildi. ( GHelg: Það verður erfitt að dæma.)