Framleiðsla og sala á búvörum

106. fundur
Fimmtudaginn 10. mars 1994, kl. 16:19:53 (4983)


[16:19]
     Landbúnaðarráðherra (Halldór Blöndal) (andsvar) :
    Hæstv. forseti. Mér þykir gott að heyra hjá hv. þm. að hann telur að brtt. eins og þær eru skýrðar af 1. minni hluta standist samkomulagið. Á hinn bóginn veldur það furðu ef hv. þm. er þeirrar skoðunar að frumvarpstexti sem saminn er af ríkislögmanni brjóti í bága við þá alþjóðasamninga sem Ísland er aðili að og væri fróðlegt líka að fá upplýsingar um hvar það hafi komið fram að sendiherra Íslands erlendis, Kjartan Jóhannsson, sé sömu skoðunar að við séum með þessum hætti að brjóta í bága við alþjóðlega samninga. Ég hef ekki fengið slíkar upplýsingar frá þeim sendiherra. Hann kom hér til landsins fyrir skömmu og hafði ekki samband við mig um þau efni og væri fróðlegt að fá frekar um það að heyra.