Framleiðsla og sala á búvörum

106. fundur
Fimmtudaginn 10. mars 1994, kl. 17:08:55 (4993)


[17:08]
     Frsm. 3. minni hluta landbn. (Jóhannes Geir Sigurgeirsson) (andsvar) :
    Virðulegur forseti. Það verður harla lítið úr þeim mærðarorðum sem hv. þm. mælti hér áðan til íslenskra bænda og frammistöðu þeirra þegar hann kemur síðan upp í ræðustól og ber fram tölur þess efnis að menn séu að framleiða vöru og selja hana á allt að 10 sinnum hærra verði, eins og kom fram í andsvari hv. þm., en hér gerist. Þær tölur finnast ekki nema, eins og ég sagði hér í mínu fyrra svari, menn séu að bera saman við lægstu afsláttarverð á árunum 1986--1988 við verð sem neytendum hvergi í heiminum stendur til boða.