Framleiðsla og sala á búvörum

106. fundur
Fimmtudaginn 10. mars 1994, kl. 18:25:23 (5005)


[18:25]
     Utanríkisráðherra (Jón Baldvin Hannibalsson) (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Hv. 8. þm. Reykn. spyr um hvort tekist hafi að eyða réttaróvissu. Mitt svar er þetta: Með þessum lagatexta hefur tekist að draga úr réttaróvissu. Það er engin réttaróvissa uppi um það hverjar eru bannheimildir gagnvart innflutningi til hæstv. landbrh. Það hefur tekist með leiðréttingum á þeim frumvarpsdrögum, sem formaður landbn. var að velkjast með, að skýra og skilgreina inntak og hámark verðjöfnunargjaldanna. Að þessu leyti hefur dregið úr réttaróvissu. Það hefði hins vegar orðið til þess að valda réttaróvissu ef rangar fullyrðingar um að þetta tæki til tollaskipunar eftir GATT hefðu fengið að standa. Þess vegna þurfti að setja fram nefndarálit til að leiðrétta það. Ef á þetta kynni að reyna þá treysti ég dómendum við íslenska dómstóla til þess að fara í gegnum lögskýringargögn eins og nefndarálit, ræður og greinargerðir og greina þar kjarnann frá hisminu og komast að því hverjir fara með rétt rök alveg eins og

Hæstiréttur gerði á sínum tíma.