Framleiðsla og sala á búvörum

109. fundur
Þriðjudaginn 15. mars 1994, kl. 20:54:03 (5107)


[20:54]
     Sturla Böðvarsson (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Ég harma satt að segja það niðurlag sem hv. þm. hafði hér um mína ræðu. Mér hefði satt að segja þótt eðlilegt að þær fullyrðingar hefðu verið rökstuddar. Sú ræða sem ég flutti hér var svar við mjög harðri gagnrýni og þetta tengist auðvitað allt atvinnulífinu í landinu, atvinnustefnunni og því með hvaða hætti við getum tryggt það að íslensk framleiðsla sé í heiðri höfð. Við getum ekki reiknað með því að flytja inn og kaupa fyrir gjaldeyri ef ekki er unnt að framleiða í landinu með öllum tiltækum ráðum. Við hv. þm. hljótum að vekja athygli á því að landbúnaðurinn hefur þar mikilvægu hlutverki að gegna og það kom fram í minni ræðu.