Alþjóðasamþykktin um öryggi fiskiskipa

125. fundur
Föstudaginn 08. apríl 1994, kl. 12:40:22 (6002)


[12:40]
     Páll Pétursson (andsvar) :
    Frú forseti. Það vill svo til að í morgun stóð fundur í utanrmn. þar sem við m.a. litum yfir dagskrá þessa fundar sem hér stendur og sáum það að nokkrum málum á dagskránni yrði vísað til utanrmn. Það var ákveðið á þeim fundi að vísa strax til undirumsagnar samgn. þessu umrædda máli þannig að það liggur þegar fyrir ákvörðun um það að samgn. fái málið til umfjöllunar. Og þegar þeirri umfjöllun lýkur þá tekur utanrmn. málið til efnislegrar umfjöllunar. Það gegnir reyndar svipuðu máli um 23. mál, Samning um líffræðilega fjölbreytni. Þar var ákveðið að leita álits umhvn. Og 26. mál, Samning um Svalbarða, var ákveðið að senda til sjútvn. til athugunar. Þetta vildi ég að kæmi fram hér og nú í tilefni af orðum hv. síðasta ræðumanns.