Hagræn stjórntæki og umhverfisvernd

134. fundur
Mánudaginn 18. apríl 1994, kl. 15:18:44 (6419)

[15:18]
     Fyrirspyrjandi (Árni M. Mathiesen) :
    Hæstv. forseti. Á sl. þingi var lögð fram skýrsla umhvrh. um mótun stefnu í umhverfismálum og bar hún heitið ,,Á leið til sjálfbærrar þróunar``. Í þessari skýrslu var m.a. fjallað um hagræn stjórntæki og í tilefni af því hef ég beint eftirfarandi fsp. til umhvrh.:
    ,,Hvað líður beitingu hagrænna stjórntækja, svo sem umhverfisskatta, umhverfisgjalda og skilagjalda, við umhverfisvernd, sbr. stefnu ríkisstjórnarinnar í umhverfismálum (429. mál, þskj. 729 á 116. löggjafarþingi)?``