Samningur um Svalbarða

137. fundur
Þriðjudaginn 19. apríl 1994, kl. 16:45:56 (6476)

[16:45]
     Frsm. utanrmn. (Geir H. Haarde) :
    Virðulegi forseti. Þannig háttar til um þetta mál, eins og hin tvö fyrri, að utanrmn. hefur komist að sameiginlegri niðurstöðu og sendi frá sér einróma nál. Nefndin sendi þessa tillögu, sem gerir ráð fyrir því að Ísland staðfesti samninginn um Svalbarða, einnig til meðferðar í sjútvn. þingsins. Sjútvn. mælir eindregið með því að tillagan verði samþykkt og sú var enn fremur niðurstaða utanrmn.
    Ég minni á að um þetta mál urðu töluvert ítarlegar umræður við 1. umr. þar sem fram kom almenn samstaða og ánægja með þessa tillögu og það kom jafnframt fram í meðferð utanrmn. sem, eins og ég hef þegar sagt, mælir einróma með því að þetta mál verði samþykkt.