Samstarfsnefnd sjómanna og útvegsmanna

144. fundur
Fimmtudaginn 28. apríl 1994, kl. 17:59:56 (6753)


[17:59]
     Jón Helgason (andsvar) :
    Hæstv. forseti. Hæstv. sjútvrh. fagnar því að Verkamannasambandið er andvígt tillögum hæstv. sjútvrh. og í öðru orðinu tók hæstv. sjútvrh. undir málflutning okkar framsóknarmanna, því hvað eftir annað sagði hann að hann gæti hugsað sér að ganga skemmra í breytingum á lögunum um stjórn fiskveiða. Að því leyti virðist hann vera sammála okkur þó í hinu orðinu sé hann svo að fordæma málflutninginn. En það sem ég var að leggja áherslu á var að reyna að skemma ekki fyrir okkur, skaða ekki afkomu sjávarútvegsins og þjóðarbúsins. Vissulega veit ég að það er komin upp mikil tortryggni eða kom upp milli sjómanna og útgerðarmanna, m.a. vegna þess að þeim vettvangi sem áður var til til þess að þessir aðilar ræddust við var kippt út með lögum og þess vegna lagði ég áherslu á að það væri mikilvægt það atriði í þessu

frv. að þarna væri ræðst við. Afleiðingin af þessu sambandsleysi væri m.a. sá hnútur sem málefnið væri nú komið í.