Lax- og silungsveiði

146. fundur
Mánudaginn 02. maí 1994, kl. 11:00:41 (6882)


[11:00]
     Jóhann Ársælsson (andsvar) :
Virðulegur forseti. Mig langar í framhaldi af þessu að spyrja: Á grundvelli hvaða laga hefur það þá byggst að þessar umræddu stöðvar hafa getað veitt lax í sjó með þessum hætti úr því að þessi grein hefur ekki verið virk sem þarna er verið að fella niður, þ.e. 72. gr.? Ég spyr einnig: Á grundvelli hvaða lagagreinar er þá leyfilegt fyrir ráðherranna að gefa út akkúrat þessa reglugerð? Ég hef skilið málið þannig að ef þessi lagagrein fellur niður þá sé hvergi stoð í lögunum fyrir því að leyfa veiðar fyrir utan sjálf ármynnin, þ.e. utan ákvörðuð straummæti árinnar. Ég spyr þá bara beint --- veiðar sem hafa verið stundaðar, þó ekki sé mjög langt fyrir utan ármynnin, verða þær þá ekki bannaðar eða mun ráðherra hafa möguleika til að leyfa veiði sem fer fram utan við straummæti ár?