Húsaleigubætur

152. fundur
Fimmtudaginn 05. maí 1994, kl. 23:10:57 (7352)


[23:10]
     Jón Kristjánsson (andsvar) :
    Herra forseti. Mér finnst svör hæstv. fjmrh. vera heldur óljós. Ég læt mér ekki nægja svör við því hvort það á að skoða skattkerfið, það skiptir auðvitað máli hvort hæstv. fjmrh. er tilbúinn til þess að gera húsaleigutekjur skattfrjálsar að einhverju leyti, veita skattívilnanir þannig að greiðsla húsaleigubóta verði ekki til þess að húsaleiga hækki. Það er rökstuðningur fyrir þessu í gögnum sem félmn. hefur fengið sem ég hef ekki tíma til að lesa upp í andsvari. En mergurinn málsins er sá hvort hæstv. fjmrh. sé tilbúinn til þess að endurskoða skattkerfið með þetta að markmiði.