Vernd og veiðar á villtum fuglum og spendýrum

153. fundur
Föstudaginn 06. maí 1994, kl. 19:07:55 (7549)


[19:07]
     Tómas Ingi Olrich :
    Virðulegi forseti. Undirstaða íslenskra laga sem um gæði náttúrunnar fjalla á að vera réttur mannsins til þess að nýta þessi gæði á grundvelli sjálfbærrar þróunar. Sú leið er ekki farin í frv. sem hér um ræðir. Ég er ósamþykkur þeirri meginreglu sem fram kemur í 6. gr. frv. að dýr séu friðuð, en að ráðherra geti heimilað nýtingu þeirra. Ég mun því greiða atkvæði gegn þessari grein. Ýmsar aðrar greinar frv. eru bein afleiðing af því hvernig vandamálið er nálgast í 6. gr. og mun ég ef þessi grein verður samþykkt sitja hjá við afgreiðslu þeirra greina.