Fullgilding ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar um bókun 47

158. fundur
Miðvikudaginn 11. maí 1994, kl. 15:01:43 (7972)

[15:01]
     Guðmundur Bjarnason :
    Virðulegur forseti. Framsóknarmenn hafa lagt til að teknar verði upp tvíhliða viðræður við Evrópusambandið og við teljum því eðlilegt og reyndar nauðsynlegt að til þess að þær viðræður geti hafist og gengið fram með eðlilegum hætti þá þurfi þetta mál að fá afgreiðslu og það sé þess vegna ekki mögulegt að vísa því nú til ríkisstjórnarinnar. Því greiðum við atkvæði gegn þeirri tillögu en munum að öðru leyti telja að mál þetta sé á ábyrgð ríkisstjórnarinnar og stjórnarmeirihlutans hér í þinginu og munum sitja hjá við afgreiðslu málsins sjálfs eins og fram kemur í nál. frá 1. minni hluta utanrmn. á þskj. 1093.