Lífeyrissjóður sjómanna

159. fundur
Miðvikudaginn 11. maí 1994, kl. 16:44:56 (7991)


[16:44]
     Guðmundur Hallvarðsson (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Ef síðasta ræðumanni gefst það og telur að það séu þingsköp Alþingis að tala um að hér standi menn í ræðustól og andi út úr sér þá get ég sagt að síðasti ræðumaður hafi öskrað eitt og annað út úr sér og biðst ekkert afsökunar á því. ( HG: Hvernig gera menn það, að öskra út úr sér?) Það var athyglisvert að hlusta á síðsta ræðumann þegar hann gat þess, hann sagði: Ég tel að þessi fyrirheit hafi ekki verið gefin. Ég tel að þau hafi ekki verið gefin. ( SvG: Með þeim hætti sem . . . ) Hann man betur sjálfur. Þetta er ekkert högg undir beltisstað, hv. þm. Svavar Gestsson, þetta er ekkert högg þar undir. Þú veist það að margsinnis var rætt við þig sem ráðherra og margsinnis eftir að þið ágætu alþýðubandalagsmenn komuð í ríkisstjórn og margar ríkisstjórnir, allra flokka sem hafa setið í ríkisstjórn, hafa sjómannasamtökin og ég verið þar fremstir í flokki að leita leiðréttinga á þessum væntanlegum loforðum sem mátti skilja en ekki var staðið við. ( SvG: Talaðu við Þorstein.) Ég tel að þessi fyrirheit hafi ekki verið gefin. Það segir allt. Sjómenn bjuggust við miklu meira frá þér, hv. þm. Svavar Gestsson.
    ( Forseti (VS) : Ekki ávarpa einstaka þingmenn.)
    Því miður var ekki staðið við þau fyrirheit sem menn reiknuðu með vegna þess að þetta hétu þá félagsmálapakkar.