Lífeyrissjóður sjómanna

159. fundur
Miðvikudaginn 11. maí 1994, kl. 16:47:36 (7993)


[16:47]
     Guðmundur Hallvarðsson (andsvar) :
    Hæstv. forseti. Ég tók síðustu orð hv. þm. Svavars Gestssonar þannig að þetta mál hafi verið á herðum Ragnars Arnalds, þáv. hæstv. fjmrh., en það kom aldrei í ljós, við vissum það ekki. Ég tel að þetta mál sé komið fram með þeim hætti hvað varðar breytingu á lögum Lífeyrissjóðs sjómanna að það sé eðlilegt að halda áfram með það þannig að reglugerðin verði unnin með þeim hætti sem ég gat um áðan með fulltrúum stéttarfélaga sjómanna og með stjórn Lífeyrissjóðs sjómanna. Ég tel eðlilegt að hér verði ekki látið staðar numið heldur lögin afgreidd frá hinu háa Alþingi.