Gæsla íslenskra hafsbotnsréttinda

7. fundur
Fimmtudaginn 07. október 1993, kl. 12:52:46 (98)

[12:52]
     Utanríkisráðherra (Jón Baldvin Hannibalsson) (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Það var ástæðulaust að kalla eftir sérstakri álitsgerð frá þjóðréttarfræðingi vegna þess að þær eru margar og fyrirliggjandi. Ég hef þegar svarað því hvernig ráðuneytið kaus að mynda starfshóp um þetta mál og leita eftir ráðgjöf utan ráðuneytis. Það þarfnast engra frekari skýringa.