Fjárlög 1994

11. fundur
Þriðjudaginn 12. október 1993, kl. 17:20:51 (200)


[17:20]
     Jóhannes Geir Sigurgeirsson (andsvar) :
    Virðulegur forseti. Ég bið hv. þm. afsökunar á því að hafa ætlað honum að taka þessa tölu upp úr plöggum Framsfl., ég áttaði mig ekki á því að auðvitað hugsar hann bara eins og við hinir framsóknarmennirnir. Auðvitað er það rétt að menn verða að ganga í það að lækka vextina og þar verður m.a. ríkisstjórnin að ganga í það verk að afnema lánskjaravísitöluna sem er eins og við vorum rækilega minnt á í sumar sem leið að hún hefur snúist í andhverfu sína og er orðin tæki til þess að spinna verðbólguna upp undir ákveðnum kringumstæðum. Ég vona að hv. þm. flytji þessa ræðu oft og hátt niðri í þingflokksherbergi Sjálfstfl. og á landsfundinum og við sjáum einhvern árangur á næstunni varðandi vaxtamálin.