Leigutekjur af embættisbústöðum

27. fundur
Mánudaginn 01. nóvember 1993, kl. 17:01:01 (932)


[17:01]
     Kristín Ástgeirsdóttir :
    Virðulegi forseti. Ég þakka fyrirspyrjanda fyrir að taka þetta mál upp hér. En ég vildi gjarnan spyrja hæstv. fjmrh. að því hvaða samráð hafi verið haft við leigutaka eða þá sem sitja í embættisbústöðum því að það er auðvitað ljóst að þessi lága leiga er hluti af kjörum þessara hópa, hvort sem við erum að tala um presta, lækna eða aðra. Það eru kannski ekki síst prestarnir sem hafa kvartað mjög yfir sínum

kjörum og þetta kann að koma illa við þá.
    Hins vegar er það ljóst að víða eru bústaðir ríkisins í mikilli niðurníðslu og þarfnast viðgerðar og er auðvitað ekki gott til þess að vita að þeir skulu látnir grotna niður. En það sem mig langaði fyrst og fremst til að fá að vita er það, hvernig samráði hefur verið háttað við viðkomandi hópa. Það voru nefndir hér leigusamningar og ég spyr: Eru þessir hópar sáttir við það að fara nú að borga leigutekjur af embættisbústöðum?