Fjárlög 1994

53. fundur
Föstudaginn 10. desember 1993, kl. 00:27:09 (2478)


[00:27]
     Geir H. Haarde (um fundarstjórn) :
    Virðulegi forseti. Ég hygg nú að flestum þingmönnum sé kunnugt um að gert hefur verið ráð fyrir því að ljúka þessari umræðu í einu lagi. Ég hygg að sú sameiginlega niðurstaða forseta þingsins og formanna þingflokka hafi verið kynnt í öllum þingflokkum í gær. Auðvitað hefur þessi umræða orðið lengri en flestir hafa kannski átt von á og skal ég engum getum leiða að því hver ástæðan fyrir því er. En ég heyrði ekki betur, virðulegi forseti, en hv. 9. þm. Reykv. hefði verið með ágæta tillögu um að halda fundinum áfram á þeirri forsendu að hér væru þeir viðstaddir sem þetta mál heyrir mest undir ef svo mætti segja, fjmrh., formaður fjárln. og nokkrir aðrir aðilar sem hann tiltók og ég legg til að við gerum það þannig að það verði séð til þess að viðkomandi aðilar verði hér og við getum lokið þessu og atkvæðagreiðsla geti þá farið fram á morgun eins og ráðgert hafði verið. Ég held að það sé öllum ljóst að okkur veitir ekkert af að halda vel á spöðunum þessa daga sem eftir eru af þinghaldi fyrir jól og ég held að við getum lokið þessari umræðu með þessum hætti.