Fjárlög 1994

54. fundur
Föstudaginn 10. desember 1993, kl. 11:25:49 (2524)

[11:25]
     Halldór Ásgrímsson :
    Virðulegur forseti. Ég tel að þessi fjárhæð sem hér er ætluð til skattkerfisbreytinga sé algjörlega ófullnægjandi. Það er verið að tala um það að ákveða skattkerfisbreytingu hér á Alþingi næstu daga sem á að taka gildi 1. jan. Þetta er í reynd óframkvæmanlegt. Þetta mun kosta ríkissjóð mun meira og þetta mun kosta atvinnureksturinn í landinu gífurlegar fjárhæðir.
    Ég er ekki á móti því að leggja fjármagn til skatteftirlits, en ég tel að þetta sé aldeilis ófullnægjandi. Ég er þar að auki á móti þessari breytingu og mun því sitja hjá við þessa atkvæðagreiðslu.