Fjárlög 1994

54. fundur
Föstudaginn 10. desember 1993, kl. 11:33:30 (2527)

[11:33]
     Hjörleifur Guttormsson :
    Virðulegur forseti. Hér eru fluttar tillögur um 1 millj. kr. framlag vegna friðlands á Lónsöræfum. Þetta svæði var friðlýst 1977, eitt allra stærsta friðland í landinu og raunar þjóðgarðsígildi en hins vegar landið í einkaeigu. Á síðasta náttúruverndarþingi var því beint til Náttúruverndarráðs og Skipulags ríkisins að sjá til þess að hið fyrsta verði hafin vinna að aðalskipulagi um friðlandið á Lónsöræfum á grundvelli gildandi friðlýsingar í samráði við sveitarstjórn, landeigendur, Ferðafélagið og aðra heimaaðila. Tryggt verði að nauðsynlegar athuganir og rannsóknir fari fram á svæðinu vegna skipulagsins svo og á hugsanlegri stækkun friðlandsins.
    Tillaga þessi er flutt til þess að styðja við þessa viðleitni svo og til að tryggja öryggi ferðamanna á þessu svæði sem er mjög flókið, fjölbreytt og fagurt.
    Í 4. tölul. er flutt tillaga um 14 millj. kr. framlag til Landmælinga Íslands. Sú tillaga er studd af umhvn. sem lagði áherslu á að þessi hækkun næði fram að ganga.