Heilbrigðisþjónusta

58. fundur
Þriðjudaginn 14. desember 1993, kl. 13:37:54 (2604)

[13:37]
     Frsm. heilbr.- og trn. (Gunnlaugur Stefánsson) :
    Virðulegi forseti. Ég mæli hér fyrir hönd heilbr.- og trn. fyrir frv. til laga um breytingu á lögum nr. 110/1992, um breytingu á lögum nr. 97/1990, um heilbrigðisþjónustu, sbr. lög nr. 86/1991.
    Eins og ég sagði í upphafi er þetta frv. flutt af heilbr.- og trn. en eins og kemur fram í greinargerð með frv. þá var samkvæmt ákvæðum til bráðabirgða í lögum nr. 97/1990, um heilbrigðisþjónustu, gert ráð fyrir að frá og með 1. janúar 1991 yrði heilsugæslustarfi í Reykjavík og starfsemi Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur þannig háttað að lög nr. 44/1955, heilsuverndarlög, sbr. lög nr. 28/1957, yrðu óþörf og féllu því úr gildi. Hins vegar hefur ekki unnist tími til að ganga frá nauðsynlegum breytingum á heilbrigðisþjónustulögunum varðandi starfsemi Heilsuverndarstöðvarinnar fyrir árslok 1991 og var því með lögum nr. 86/1991 veittur eins árs frestur til viðbótar því sem upphaflega var ákveðið í lögunum.
    Því er með þessu frv. lagt til að bráðabirgðaákvæði laganna um heilbrigðisþjónustu verði breytt á þann veg að veittur verði eins árs frestur til viðbótar til að ganga frá lögum um framtíðarhlutverk Heilsuverndarstöðvarinnar. Það er ekki ástæða til að segja fleira um þetta mál og legg ég til að því verði vísað til 2. umr. að lokinni 1. umr.