Tekjustofnar sveitarfélaga

68. fundur
Laugardaginn 18. desember 1993, kl. 14:09:43 (3062)


[14:09]
     Svavar Gestsson :
    Virðulegi forseti. Með þeirri tillögu sem hér er lögð fyrir eru Alþfl. og Sjálfstfl. í sameiningu að fyrirskipa Reykjavík og öðrum sveitarfélögum að hafa útsvör ekki lægri en 8,4%. Ég er andvígur þessari forræðishyggju og er þess vegna á móti tillögunni. Hún hefur það í för með sér að skattahækkanir á einstaklinga verða í raun einna mestar í Reykjavík vegna þeirra breytinga sem hér eru að ganga yfir. Hér er verið að leggja á einstaklingana skatta sem fyrirtækin í þessu byggðarlagi hefðu átt að geta borið vegna þess að mörg hver eru sem betur fer þannig á sig komin. Ég mótmæli því að Alþfl. og Sjálfstfl. gangi fram í skattamálum Reykvíkinga með þessum hætti. Ég segi nei og lýsi því jafnframt yfir, hæstv. forseti, að þetta er örugglega ekki síðasta umræðan um þetta mál þó að Alþfl. kysi það gjarnan.