Skattamál

71. fundur
Mánudaginn 20. desember 1993, kl. 10:43:19 (3113)


[10:43]
     Steingrímur J. Sigfússon :
    Hæstv. forseti. Alþb. hefur barist mjög hart gegn skerðingu vaxtabótanna. Sú breyting var lögfest á síðasta þingi. Hér er meiri hlutinn að reyna að lagfæra það mál með því að dreifa byrðunum af skerðingunni öðruvísi á þá hópa sem vaxtabætur fá. Það er afstaða okkar að það væri æskilegt að fá meiri tíma til að skoða þessa breytingu. En fyrst og fremst vil ég við þessa atkvæðagreiðslu ítreka og undirstrika andstöðu okkar við þessa skerðingu sem er fráleit og hreinustu svik við það fólk sem hefur tekist á herðar skuldbindingar vegna húsnæðismála á undanförnum árum.
    Við munum því greiða atkvæði með því að þessari breytingu og vaxtabótaákvæðunum verði frestað þannig að tími gefist til að skoða þær betur en sitja hjá við kaflann komi hann engu að síður til atkvæða.