Ferill 92. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1993. – 1063 ár frá stofnun Alþingis.
117. löggjafarþing. – 92 . mál.


95. Fyrirspurn



til umhverfisráðherra um verndun vatnsfalla og jarðhitasvæða.

Frá Hjörleifi Guttormssyni.



    Hvað líður gerð áætlunar um verndun vatnsfalla og jarðhitasvæða, fossa og hvera?

Greinargerð.


    Þann 24. apríl 1989 samþykkti Alþingi svohljóðandi þingsályktun um verndun vatnsfalla og jarðhitasvæða:
    „Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að láta undirbúa á vegum Náttúruverndarráðs í samráði við yfirvöld orkumála áætlun um verndun vatnsfalla og jarðhitasvæða, fossa og hvera. Drög að slíkri áætlun verði lögð fyrir Alþingi til kynningar fyrir árslok 1990 og áætlunin fullbúin til staðfestingar síðar.“
    Enn hafa engin drög að þessari áætlun verið lögð fyrir Alþingi til kynningar.
    Fyrir um einu og hálfu ári lagði sami fyrirspyrjandi fram hliðstæða fyrirspurn (518. mál 115. löggjafarþings). Umhverfisráðherra svaraði henni skriflega á þskj. 1005. Nú er spurst fyrir öðru sinni um hvað líði aðgerðum í kjölfar samþykktar Alþingis frá því um sumarmál 1989.


Skriflegt svar óskast.