Ferill 161. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1993. – 1063 ár frá stofnun Alþingis.
117. löggjafarþing. – 161 . mál.


179. Fyrirspurn



til fjármálaráðherra um biðlaun opinberra starfsmanna.

Frá Kristínu Ástgeirsdóttur.



    Hversu margir fyrrverandi opinberir starfsmenn hafa fengið greidd biðlaun það sem af er árinu:
         
    
    konur,
         
    
    karlar?
    Hve mikið fé hafa ríkissjóður og ríkisstofnanir greitt í biðlaun það sem af er árinu og hver eru meðalbiðlaun?
    Hjá hvaða ríkisstofnunum hafa verið greidd biðlaun það sem af er árinu og hverjar eru orsakir þess í einstökum tilfellum?


Skriflegt svar óskast.