Ferill 161. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1993. – 1063 ár frá stofnun Alþingis.
117. löggjafarþing. – 161 . mál.


250. Svar


fjármálaráðherra við fyrirspurn Kristínar Ástgeirsdóttur um biðlaun opinberra starfsmanna.

1.    Hversu margir fyrrverandi opinberir starfsmenn hafa fengið greidd biðlaun það sem af er árinu:
         
    
    konur,
         
    
    karlar?

    Það sem af er þessu ári hafa 99 einstaklingar fengið greidd biðlaun og eru konur í þeim hópi 37 talsins en karlar 62.

2.    Hve mikið fé hafa ríkissjóður og ríkisstofnanir greitt í biðlaun það sem af er árinu og hver eru meðalbiðlaun?
    Alls hafa verið greiddar 48.636.378 kr. í biðlaun það sem af er þessu ári og eru meðalbiðlaun 100.472 kr.

3.    Hjá hvaða ríkisstofnunum hafa verið greidd biðlaun það sem af er árinu og hverjar eru orsakir þess í einstökum tilfellum?

    Svar við því hjá hvaða ríkisstofnunum greidd hafa verið biðlaun kemur fram á meðfylgjandi lista. Í 14. gr. laga nr. 38/1954 eru sett fram skilyrði sem þurfa að vera fyrir hendi svo að greiðsla biðlauna komi til. Fjármálaráðuneytið hefur ekki upplýsingar um hvaða orsakir liggja til þess að störf eru lögð niður hjá einstökum ráðuneytum og stofnunum sem undir þau heyra.


Skipting biðlaunagreiðslna ársins 1993

á kyn og stofnanir.

(8. nóvember 1993.)



(Repró 4 síður.)