Ferill 251. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1993. – 1063 ár frá stofnun Alþingis.
117. löggjafarþing. – 251 . mál.


290. Frumvarp til laga



um breytingar í skattamálum .

(Lagt fyrir Alþingi á 117. löggjafarþingi 1993.)



I. KAFLI


Breyting á lögum nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt,


með síðari breytingum.


1. gr.


    Eftirfarandi breytingar verða á 3. tölul. 1. mgr. 2. gr. laganna:
    Í stað orðsins „Sameignarfélögum“ í 1. málsl. kemur: Samlagsfélögum og sameignarfélögum.
    Í stað orðsins „sameignarfélag“ í lokamálslið komi: samlagsfélag eða sameignarfélag.

2. gr.


    Eftirfarandi breytingar verða á 28. gr. laganna:
    6. tölul. fellur brott.
    Á eftir orðinu „barnabætur“ í 7. tölul. koma orðin: barnabótaauki, vaxtabætur.

3. gr.


    Við 2. tölul. A-liðar 1. mgr. 30. gr. laganna bætast tveir nýir málsliðir er orðast svo: Staðaruppbót sem greidd er vegna starfa erlendis í þjónustu hins íslenska ríkis. Þeir einir teljast starfa erlendis í þessu sambandi sem eru fastráðnir, settir eða skipaðir starfsmenn á vegum utanríkisráðuneytisins við sendiráð Íslands, hjá sendiræðismönnum eða eru fastafulltrúar Íslands við alþjóðastofnanir sem Ísland er aðili að.

4. gr.


    Eftirfarandi breytingar verða á 31. gr. laganna:
    3. mgr. 1. tölul. fellur brott.
    2. tölul. orðast svo: Einstakar gjafir til menningarmála, vísindalegra rannsóknastarfa, viðurkenndrar líknarstarfsemi og kirkjufélaga, þó ekki yfir 0,5% af reglulegum tekjum á því ári sem gjöf er afhent. Til reglulegra tekna teljast tekjur skv. B-lið 7. gr., en þó ekki tekjur er falla undir 3.–9. tölul. C-liðar þeirrar greinar. Fjármálaráðherra ákveður með reglugerð hvaða málaflokkar og stofnanir falla undir þennan tölulið.

5. gr.


    Í stað orðsins „tvö“ í 3. mgr. 63. gr. laganna kemur: eitt.

6. gr.


    Í stað hlutfallstölunnar „34,3“ í 1. tölul. 1. mgr. 67. gr. laganna kemur: 33,15.

7. gr.


    Eftirfarandi breytingar verða á B-lið 69. gr. laganna:
    Á eftir 1. málsl. 3. mgr. kemur nýr málsliður er orðast svo: Frá tekjuskattsstofni í þessu sambandi er eigi heimilt að draga tekjur skv. 2. tölul. A-liðar 1. mgr. 30. gr.
    Á eftir orðinu „uppfyllir“ í 2. málsl. 6. mgr. koma orðin: í lok tekjuársins.
    Við 7. mgr. bætist nýr málsliður er orðast svo: Þannig skal fjárhæð barnabótaauka skv. 2. mgr. og skerðingarmörk vegna tekna, sbr. 3. mgr., ákvarðast í hlutfalli við dvalartímann.
    Við greinina bætist ný málsgrein er verður 8. mgr. sem orðast svo:
                  Fjárhæð barnabótaauka hjá þeim sem fá barnabætur eða aðrar sambærilegar bætur erlendis frá skal skert sem nemur þeim bótum að því marki sem þær eru umfram barnabætur skv. A-lið þessarar greinar.

8. gr.


    Í stað tölunnar „80%“ í 3. og 4. málsl. 2. mgr. C-liðar 69. gr. laganna kemur: 60%.

9. gr.


    C-liður 69. gr. laganna og fyrirsögn orðast svo:

Vaxtabætur.


    Maður, sem skattskyldur er skv. 1. gr. og ber vaxtagjöld af lánum sem tekin hafa verið vegna kaupa eða byggingar á íbúðarhúsnæði til eigin nota, á rétt á sérstökum bótum, vaxtabótum, enda geri hann grein fyrir lánum og vaxtagjöldum af þeim í sérstakri greinargerð með skattframtali í því formi sem ríkisskattstjóri ákveður.
    Vaxtagjöld, sem mynda rétt til vaxtabóta, eru vaxtagjöld vegna fasteignaveðlána til a.m.k. tveggja ára eða lána við lánastofnanir með sjálfskuldarábyrgð til a.m.k. tveggja ára, enda séu lánin sannanlega til öflunar á íbúðarhúsnæði til eigin nota. Sama á við þegar um er að ræða lán frá Byggingarsjóði ríkisins sem tekin eru vegna verulegra endurbóta á íbúðarhúsnæði til eigin nota. Vaxtagjöld vegna lána, sem tekin eru til skemmri tíma en tveggja ára, er einungis heimilt að telja með á næstu fjórum árum talið frá og með kaupári ef um er að ræða kaup á íbúð til eigin nota. Sé um nýbyggingu að ræða er heimilt að telja þau með á næstu sjö árum talið frá og með því ári þegar bygging hefst, eða til og með því ári sem húsnæði er tekið til íbúðar ef það er síðar. Vaxtagjöld teljast í þessu sambandi:
    Gjaldfallnir vextir og gjaldfallnar verðbætur á afborganir og vexti.
    Afföll af verðbréfum, víxlum og sérhverjum öðrum skuldaviðurkenningum sem framteljandi hefur gefið út sjálfur og selt þriðja aðila og notað andvirðið til fjármögnunar íbúðar til eigin nota, enda sé kaupandi bréfanna nafngreindur. Afföllin reiknast hlutfallslega miðað við afborganir á lánstímanum.
    Lántökukostnaður, árlegur eða tímabundinn fastakostnaður, þóknanir, stimpilgjöld og þinglýsingarkostnaður af lánum.
Til vaxtagjalda teljast ekki uppsafnaðar áfallnar verðbætur af lánum sem kaupandi yfirtekur við sölu íbúðar né heldur uppsafnaðar áfallnar verðbætur á lán skuldara sem hann greiðir á lánstíma umfram ákvæði viðkomandi skuldabréfs.
    Vaxtagjöld til útreiknings vaxtabóta skv. 4. mgr. miðast við fjárhæð vaxtagjalda, sbr. 2. mgr., hjá hverjum framteljanda að því marki sem þau eru umfram vaxtatekjur skv. 8. gr., en geta þó ekki orðið hærri en sem nemur 7% af skuldum sem stofnað hefur verið til vegna öflunar íbúðarhúsnæðis eins og þær eru í árslok. Hjá þeim sem skattskyldir eru hluta úr ári vegna brottflutnings á tekjuárinu skal miða við skuldastöðu eins og hún var fyrir brottflutning. Vaxtagjöld samkvæmt þessari grein geta þó ekki verið hærri en 395.698 kr. hjá einstaklingi, 519.467 kr. hjá einstæðu foreldri og 643.235 kr. hjá hjónum eða sambýlisfólki. Hámark vaxtagjalda hjá mönnum sem skattskyldir eru skv. 1. gr. hluta úr ári ákvarðast í hlutfalli við dvalartíma á árinu.
    Vaxtabætur skal ákvarða þannig að frá vaxtagjöldum, eins og þau eru skilgreind í 3. mgr., skal draga fjárhæð er svarar til 6% af tekjum skv. II. kafla laganna að teknu tilliti til frádráttar skv. 1. og 3. tölul. A-liðar, 1. tölul. B-liðar og 2. mgr. 30. gr. og frádráttar skv. 31. gr. Hjá hjónum eða sambýlisfólki, sem uppfyllir skilyrði 3. mgr. 63. gr. í lok tekjuárs, skal við útreikning miðað við samanlagðar tekjur beggja að teknu tilliti til frádráttar samkvæmt framansögðu. Þannig ákvarðaðar vaxtabætur skerðast hlutfallslega fari eignir skv. 73. gr., að frádregnum skuldum skv. 1. mgr. 78. gr. fram úr 2.976.267 kr. hjá einstaklingi, 4.933.677 kr. hjá hjónum eða sambýlisfólki uns þær falla niður við 60% hærri fjárhæð. Vaxtabætur greiðast út að lokinni álagningu opinberra gjalda og miðast við vaxtagjöld viðkomandi tekjuárs og eignir í lok þess sama árs. Vaxtabætur geta aldrei verið hærri en 135.035 kr. fyrir hvern mann, 173.664 kr. fyrir einstætt foreldri og 223.310 kr. fyrir hjón eða sambýlisfólk sem uppfyllir skilyrði fyrir samsköttun, sbr. 3. mgr. 63. gr., í lok tekjuárs. Hámark vaxtabóta hjá þeim sem skattskyldir eru skv. 1. gr. hluta úr ári ákvarðast í hlutfalli við dvalartíma á tekjuárinu. Vaxtabætur sem eru lægri en 500 kr. á mann falla niður.
    Réttur til vaxtabóta er bundinn við eignarhald á íbúðarhúsnæði til eigin nota. Rétturinn stofnast þegar íbúðarhúsnæði til eigin nota er keypt eða bygging þess hefst. Jafnframt getur stofnast réttur til vaxtabóta vegna lána frá Byggingarsjóði ríkisins sem tekin eru vegna verulegra endurbóta á íbúðarhúsnæði til eigin nota.
    Réttur til vaxtabóta fellur niður þegar íbúðarhúsnæði telst ekki lengur til eigin nota. Sé íbúðarhúsnæði selt án þess að hafin sé bygging eða fest kaup á íbúðarhúsnæði til eigin nota á sama ári fellur réttur til vaxtabóta niður frá þeim tíma sem sala átti sér stað. Við útreikning vaxtabóta skal þá miða við skuldastöðu eins og hún var við sölu.
    Skipta skal vaxtabótum til helminga milli hjóna. Sama gildir um sambýlisfólk sem uppfyllir skilyrði fyrir samsköttun, sbr. 3. mgr. 63. gr., í lok tekjuárs, enda þótt það óski ekki eftir að vera skattlagt samkvæmt þeirri grein.
    Ef annað hjóna, sem á rétt á vaxtabótum, fellur frá skal ákvarða eftirlifandi maka, sem situr í óskiptu búi, vaxtabætur eins og um hjón sé að ræða næstu fimm ár eftir lát maka.
    Komi í ljós að maður hefur fengið greiddar vaxtabætur án þess að eiga rétt á þeim skal honum gert að endurgreiða þær að viðbættu 15% álagi. Fella skal niður álagið samkvæmt þessari málsgrein ef maður færir rök fyrir því að honum verði eigi kennt um þá annmarka á framtali er leiddu til ákvörðunar skattstjóra.
    Nánari reglur um vaxtabætur, þar á meðal um útborgun þeirra og skuldajöfnun á móti opinberum gjöldum, má setja í reglugerð.

10. gr.


    72. gr. laganna orðast svo:
    Tekjuskattur lögaðila skv. 1., 2., 4. og 5. tölul. 1. mgr. 2. gr. skal vera 33% af tekjuskattsstofni, sbr. 2. tölul. 62. gr., sbr. þó 2. mgr. þessarar greinar.
    Tekjuskattur félaga, sbr. 3. tölul. 1. mgr. 2. gr., og annarra félaga með ótakmarkaðri ábyrgð minnst eins félagsaðila skal vera 41% af tekjuskattsstofni, sbr. 2. tölul. 62. gr.

11. gr.


    Við 5. tölul. 74. gr. laganna bætist ný málsgrein er orðast svo:
    Útistandandi skuldir á hendur viðurkenndum sjálfseignarstofnunum, sem samhliða veita kröfuhafa íbúðarrétt, má telja til eignar samkvæmt fasteignamati viðkomandi íbúðar.

12. gr.


    Í stað orðsins „tvö“ í 1. mgr. 81. gr. laganna kemur: eitt.

13. gr.


    Ákvæði þessa kafla öðlast gildi 1. janúar 1994 og koma til framkvæmda við staðgreiðslu á árinu 1994 og við álagningu tekjuskatts og eignarskatts á árinu 1995 á tekjur á árinu 1994 og eignir í lok þess árs og við ákvörðun bóta á árinu 1995. Þó skulu ákvæði 1. gr., 4. gr., 5. gr., 10. gr., 11. gr. og 12. gr. koma til framkvæmda við álagningu tekjuskatts og eignarskatts á árinu 1994 á tekjur á árinu 1993 og eignir í lok þess árs. Ákvæði 8. gr. öðlast þegar gildi og gilda við ákvörðun vaxtabóta á árinu 1994.

II. KAFLI


Breyting á lögum nr. 50/1988, um virðisaukaskatt,


með síðari breytingum.


14. gr.


    Á 3. mgr. 2. gr. laganna verða eftirfarandi breytingar:
    Á eftir orðunum „svo og“ í 5. tölul. kemur: leiga á aðstöðu til íþróttastarfsemi.
    Í stað 1.–3. málsl. 8. tölul. koma tveir nýir málsliðir er orðast svo: Fasteignaleiga og útleiga bifreiðastæða. Útleiga hótel- og gistiherbergja og útleiga tjaldstæða er þó skattskyld, svo og önnur gistiþjónusta þegar leigt er til skemmri tíma en eins mánaðar.

15. gr.


    10. gr. laganna orðast svo:
    Við sölu notaðra vélknúinna ökutækja, sem seljandi hefur keypt til endursölu í atvinnuskyni, er honum heimilt að miða skattverð við 80,32% af mismun innkaupsverðs og söluverðs ökutækis að meðtöldum virðisaukaskatti. Sé söluverð lægra en kaupverð reiknast enginn skattur.
    Bílaleigum, sem keypt hafa notuð ökutæki til nota í rekstri sínum, er heimilt að ákvarða skattverð skv. 1. mgr. við endursölu ökutækjanna.
    Sé skattverð notaðra ökutækja ákvarðað með þeim hætti sem lýst er í 1. og 2. mgr. má ekki tilgreina fjárhæð virðisaukaskatts á reikningi eða á annan hátt þannig að hægt sé að reikna út fjárhæð virðisaukaskattsins, hvorki vegna sölunnar til endurseljandans né vegna endursölunnar sjálfrar.

16. gr.


    Við 11. gr. laganna bætist ný málsgrein er orðast svo:
    Til skattskyldrar veltu teljast fjárframlög og önnur rekstraraðstoð, sem opinberir aðilar veita þjónustufyrirtækjum til að greiða niður skattskylda þjónustu.

17. gr.


    Eftirfarandi breytingar verða á 12. gr. laganna:
    Á eftir orðinu „landinu“ í 2. tölul. 1. mgr. koma orðin: svo og fólksflutningar milli landa og fólksflutningar með flugi innan lands þegar flugið er hluti af fólksflutningum til og frá landinu.
    Við 1. mgr. bætist nýr töluliður sem verður 8. tölul. er orðast svo: Samningsbundnar greiðslur úr ríkissjóði vegna mjólkurframleiðslu og sauðfjárframleiðslu.

18. gr.

    Á 2. mgr. 14. gr. laganna verða eftirfarandi breytingar:
    3. tölul. orðast svo: Milliganga um ferðaþjónustu, svo og fyrirframsamsett sala sem felur í sér fólksflutninga, gistingu eða aðra þjónustu við ferðamenn er tekur til verulegs hluta hinnar samsettu sölu, enda sé hún boðin á heildarverði. Bílaleiga og sala veitingahúsa, mötuneyta og annarra hliðstæðra aðila á öðrum tilreiddum mat en morgunverði skal skattskyld skv. 1. mgr. þrátt fyrir að hún sé innifalin í heildarverði fyrirfram- samsettrar sölu.
    Við bætist nýr töluliður er verður 8. tölul. er orðast svo: Sala á matvörum og öðrum vörum til manneldis samkvæmt nánari afmörkun í reglugerð, þó ekki sala á sælgæti og drykkjarvörum o.fl., vörum sem falla undir gjaldflokk D í lögum nr. 97/1987, um vörugjald, né sala á áfengum drykkjum og ógerilsneyddri mjólk. Sala veitingahúsa, mötuneyta og annarra hliðstæðra aðila á tilreiddum mat og þjónustu er þó skattskyld skv. 1. mgr. þessarar greinar.

19. gr.


    Við 2. mgr. 16. gr. laganna bætist nýr málsliður er verður 2. málsl. er orðast svo: Jafnframt er ráðherra heimilt að kveða á um í reglugerð að aðilar, sem kaupa notuð ökutæki til niðurrifs í atvinnuskyni, geti við kaup af óskattskyldum aðilum reiknað sér innskatt sem skráður er á sérstakan reikning og nemur 19,68% af kaupverði vörunnar.

20. gr.


    Við 21. gr. laganna bætist ný málsgrein er verður 2. mgr. er orðast svo:
    Fjármálaráðherra er heimilt að mæla fyrir um í reglugerð, þegar sérstakar aðstæður eru fyrir hendi, að taka megi upp aðrar aðferðir við tekjuskráningu en kveðið er á um í 1. mgr. 20. gr., enda sé í stað reiknings notað annað öruggt skráningar- og eftirlitskerfi.

21. gr.


    Við 1. mgr. 24. gr. laganna bætist nýr málsliður er orðast svo: Ef virðisaukaskattsskyld velta skráningarskyldra aðila er minni en 600.000 kr. á ári er ráðherra heimilt að kveða í reglugerð á um lengra uppgjörstímabil og annað greiðslufyrirkomulag en að framan getur.

22. gr.


    Í stað orðsins „endurgreiðslu“ í 2. málsl. 3. mgr. 26. gr. laganna kemur: endurgreiðslum samkvæmt lögum þessum.

23. gr.


    Í stað orðsins „ríkisskattstjóra“ í 3. málsl. 9. mgr. 27. gr. laganna kemur: skattrannsóknarstjóra ríkisins.

24. gr.

    3. málsl. 1. mgr. 28. gr. laganna fellur niður.

25. gr.


    Eftirfarandi breytingar verða á 29. gr. laganna:
    3. mgr. orðast svo:
                  Ríkisskattstjóri hefur heimild til að skjóta úrskurðum skattstjóra til yfirskattanefndar á næstu 30 dögum eftir að úrskurður skattstjóra berst ríkisskattstjóra.
    4. mgr. orðast svo:
                  Yfirskattanefnd skal hafa lagt úrskurð á allar kærur þremur mánuðum eftir að henni hefur borist umsögn og greinargerð ríkisskattstjóra. Ef rökstuðningur hefur eigi verið nægjanlegur að mati nefndarinnar reiknast þriggja mánaða fresturinn frá þeim tíma er nægjanlegur rökstuðningur barst eða lokagagnaöflun lauk.
    5. mgr. orðast svo:
                  Ákvæði laga nr. 30/1992, um yfirskattanefnd, með síðari breytingum, skulu að öðru leyti gilda um kærur til yfirskattanefndar eftir því sem við getur átt.

26. gr.


    Eftirfarandi breytingar verða á 36. gr. laganna:
    Í stað „eða 4.–7., 9.–12., 20. og 21. tölul. 6. gr.“ í 1. mgr. kemur: 4.–7., 9.–12., 20. og 21. tölul. 6. gr. eða 2. mgr. 7. gr.
    Orðin „og 8.“ í 2. mgr. 36. gr. falla brott.

27. gr.


    2. málsl. 4. mgr. 39. gr. laganna orðast svo: Hann skal annast rannsóknir í málum sem skattstjóri eða ríkisskattstjóri vísa til hans, sbr. 5. mgr. 96. gr. og 4. mgr. 101. gr. laga nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt, með síðari breytingum.

28. gr.


    1. mgr. 42. gr. laganna orðast svo:
    Endurgreiða skal veitingahúsum, mötuneytum og öðrum hliðstæðum aðilum sem selja tilreiddan mat, sbr. 8. tölul. 2. mgr. 14. gr., fjárhæð er nemur 93,75% af innskatti hvers tímabils vegna matvælaaðfanga sem bera 14% virðisaukaskatt samkvæmt ákvæðinu. Fjármálaráðherra ákveður með reglugerð nánar um framkvæmd endurgreiðslunnar.

29. gr.


    Í stað orðanna „og 7. mgr. 20. gr.“ í 1. málsl. 45. gr. laganna kemur: 7. mgr. 20. gr. og 1. mgr. 24. gr.

30. gr.


    2. málsl. 2. mgr. 49. gr. laganna fellur brott.

31. gr.


    Ákvæði þessa kafla öðlast gildi 1. janúar 1994.

32. gr.

    Við lögin bætast tvö ákvæði til bráðabirgða er orðast svo:

I.


    Fari afhending skattskyldrar vöru eða þjónustu fram eftir 31. desember 1993 skal hún teljast til virðisaukaskattsskyldrar veltu samkvæmt lögum þessum. Þetta gildir án tillits til þess hvort samningur um sölu skattskyldrar vöru eða þjónustu hefur verið gerður fyrir 1. janúar 1994 eða greiðsla farið fram þá að hluta eða fullu.

II.


    Fjármálaráðherra getur með reglugerð ákveðið að endurgreiða hluta virðisaukaskatts af neyslufiski. Heimild þessi fellur niður frá og með 1. desember 1994.

III. KAFLI


Breyting á lögum nr. 113/1990, um tryggingagjald,


með síðari breytingum.


33. gr.


    Í stað hlutfallstalnanna „2,5“ og „6“ í 1. mgr. 2. gr. laganna kemur: 2,85 og 6,35.

34. gr.


    Í stað hlutfallstölunnar „0,15“ í 1. tölul. 1. mgr. 3. gr. laganna kemur: 0,5.

35. gr.


    Eftirfarandi breytingar verða á 6. gr. laganna:
    Á eftir orðinu „manns“ í 1. málsl. 2. mgr. kemur: vegna staðgreiðslu tryggingagjalds.
    Við bætist ný málsgrein svohljóðandi:
                  Gjaldstofn manns vegna vinnu hans við eigin atvinnurekstur eða sjálfstæða starfsemi skal vera jafnhár fjárhæð skv. 2. mgr. 1. tölul. A-liðar 7. gr. laga nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt, með síðari breytingum, sbr. 59. gr. þeirra laga. Gjaldstofn þessi skal þó eigi vera lægri en 720.000 kr. miðað við heilt ár. Fjárhæð þessi skal taka breytingum í samræmi við skattvísitölu, sbr. 122. gr. laga nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt, með síðari breytingum, í fyrsta sinn á árinu 1994.

36. gr.


    Við 12. gr. laganna bætist ný málsgrein er verður 3. mgr. sem orðast svo:
    Á launaframtal manns sem vinnur við eigin atvinnurekstur eða sjálfstæða starfsemi skal færa fjárhæð skv. 3. mgr. 6. gr.

37. gr.


    17. gr. laganna orðast svo:
    Tryggingagjald telst rekstrarkostnaður skv. 1. tölul. 31. gr. laga nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt, með síðari breytingum.

38. gr.


    Ákvæði þessa kafla öðlast gildi 1. janúar 1994 og koma til framkvæmda við staðgreiðslu tryggingagjalds á árinu 1994 og álagningu tryggingagjalds á árinu 1995.

IV. KAFLI


Breyting á lögum nr. 39/1988, um bifreiðagjald,


með síðari breytingum.


39. gr.


    2. gr. laganna orðast svo:
    Bifreiðagjald skal vera 5,62 kr. fyrir hvert kílógramm af eigin þyngd bifreiðar. Sé bifreið þyngri en 1000 kg skal að auki greiða 3,65 kr. fyrir hvert kílógramm af eigin þyngd bifreiðar sem er umfram 1000 kg. Þó skal aldrei greiða lægra gjald en 2.870 kr. né hærra gjald en 18.136 kr. af hverri bifreið á hverju gjaldtímabili, sbr. 1. mgr. 3. gr.

40. gr.


    Á eftir orðinu „björgunarsveita“ í 1. málsl. 5. mgr. 3. gr. laganna koma orðin: bifreiðum sem ekki eru í notkun.

41. gr.


    Lokamálsliður 5. gr. laganna orðast svo: Grunngjöld bifreiðagjalds og lágmarksgjalds eru miðuð við vísitölu 1. janúar 1994.

42. gr.


    Ákvæði þessa kafla öðlast gildi 1. janúar 1994.

V. KAFLI


Breyting á lögum nr. 29/1993,


um vörugjald af ökutækjum, eldsneyti o.fl.


43. gr.


    Í stað „90%“ í 14. gr. laganna kemur: 97%.

44. gr.


    Ákvæði þessa kafla öðlast gildi 1. janúar 1994 og taka til allra þeirra vara sem þá eru ótollafgreiddar, þó ekki vara sem fyrir þann tíma höfðu verið afhentar með bráðabirgðatollafgreiðslu.

VI. KAFLI


Breyting á tollalögum nr. 55/1987,


með síðari breytingum.


45. gr.


    Eftirfarandi breytingar verða á tollskrá í viðauka I við tollalög:
    Tollur í dálki A á vörum í tollskrárnúmerum 1507.1000, 1507.9000, 1512.2100, 1512.2900, 1516.2001, 1516.2002 og 1517.9003 verður 7%.
    Tollur í dálki A á vörum í tollskrárnúmerum 1505.1000 og 1505.9000 verður 10%.
    Tollur í dálki A á vörum í tollskrárnúmerum 1504.1001, 1504.1005, 1504.2005, 1504.3001, 1504.3002, 1506.0001 og 1516.1009 verður 13%.
    Tollur í dálki A á vörum í tollskrárnúmerum 1508.1000 til 1512.1900, 1513.1100 til 1515.5000, 1515.9000, 1516.2009 og 1517.9004 verður 15%.
    Tollur í dálki A á vörum í tollskrárnúmerum 1501.0001 til 1502.0009, 1504.1002 til 1504.1004, 1504.1009 til 1504.2004, 1504.2009, 1504.3009, 1506.0009, 1516.1001 og 1516.1002 verður 18%.
    Tollur í dálki A á vörum í tollskrárnúmerum 1517.1011 til 1517.1029 og 1517.9009 verður 70%.
    Tollur í dálki A á vörum í tollskrárnúmerum 1517.9001 og 1517.9002 verður 90%.
    Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. skulu vörur í eftirfarandi tollskrárnúmerum, sem fluttar eru inn samkvæmt ákvæðum samnings Íslands við Fríverslunarsamtök Evrópu (EFTA), vera tollfrjálsar: 1504.1001 til 1506.0009, 1516.1002 og 1516.1009.

46. gr.


    Ákvæði þessa kafla öðlast gildi 1. janúar 1994 og taka til allra þeirra vara sem þá eru ótollafgreiddar, þó ekki vara sem fyrir þann tíma höfðu verið afhentar með bráðabirgðatollafgreiðslu.

VII. KAFLI


Breyting á lögum nr. 18/1993, um breyting á tollalögum, nr. 55/1987,


og lögum nr. 97/1987, um vörugjald, með síðari breytingum.


47. gr.


    5. gr. laganna orðast svo:
    Gjaldflokkar vörugjalds skulu vera eftirfarandi, sbr. upptalningu tollskrárnúmera gjaldskyldrar vöru í viðauka I við lög þessi:
    Af vörum í gjaldflokki A skal greiða 6% vörugjald.
    Af vörum í gjaldflokki B skal greiða 10% vörugjald.
    Af vörum í gjaldflokki C skal greiða 16% vörugjald.
    Af vörum í gjaldflokki D skal greiða 18% vörugjald.
    Af vörum í gjaldflokki E skal greiða 20% vörugjald.
    Af vörum í gjaldflokki F skal greiða 25% vörugjald.
    Af vörum í gjaldflokki G skal greiða 30% vörugjald.

48. gr.


    1. málsl. 10. gr. laganna orðast svo:
    Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 1994.

49. gr.


    Viðauki I við lög um vörugjald orðast svo:


Viðauki I.



A.    Af vörum í eftirfarandi tollskrárnúmerum skal greiða 6% vörugjald:

0813.4001
0813.5001
0901.1100
0901.1200
0901.2101
0901.2109
0901.2201
0901.3000
0901.4000
0902.1000
0902.2000
0902.3000
0902.4000
0903.0000
0909.1001
0909.5001
1211.90011904.1001
1905.9030
1905.9060
2005.2011
2005.2019
2005.2021
2005.2029
2006.0000
2007.1000
2007.9100
2007.9900
2008.1101
2008.1109
2008.1900
2008.2001
2008.2009
2008.30012008.3009
2008.4001
2008.4009
2008.5001
2008.5009
2008.6001
2008.6009
2008.7001
2008.7009
2008.8001
2008.8009
2008.9100
2008.9201
2008.9202
2008.9209
2008.9901
2008.99022008.9909
2101.1001
2101.1009
2101.2001
2101.2009
2101.3001
2101.3009
2105.0001
2105.0009
2106.9023
2106.9024
2106.9031
2106.9039
2106.9052
2106.9054
2106.9055
2201.90022202.1002
2202.9001
2202.9002
4011.1000
4011.2000
4011.4000
4011.5000
4011.9100
4011.9900
4012.1000
4012.2000
4012.9000
4013.1000
4013.2000
4013.9000
4016.9922


B.     Af vörum í eftirfarandi tollskrárnúmerum skal greiða 10% vörugjald:

3208.1001
3208.1002
3208.1003
3208.1004
3208.1009
3208.2001
3208.2002
3208.2009
3208.9001
3208.9002
3208.9003
3208.9009
3209.1001
3209.1002
3209.1009
3209.9001
3209.9002
3209.9009
3210.0011
3210.0012
3210.0019
3210.0021
3210.0029
3211.0000
3212.9001
3212.9009
3213.1000
3213.9000
3214.1001
3303.0001
3303.0002
3304.1000
3304.2000
3304.3000
3304.9100
3304.9900
3305.1001
3305.1009
3305.2000
3305.3000
3305.9000
3307.1000
3307.2000
3307.3000
3307.4100
3307.4900
3307.9002
3307.9009
3808.2001
3814.0002
3814.0009
3916.1001
3916.2001
3916.9001
3917.2101
3917.2201
3917.2301
3917.2901
3917.3201
3918.1001
3918.1002
3918.9011
3918.9019
3918.9021
3918.9029
3919.9001
3920.1002
3920.2001
3920.3001
3920.4101
3920.4202
3920.5101
3920.5901
3920.6101
3920.6201
3920.6301
3920.6901
3920.7101
3920.7301
3920.7901
3920.9101
3920.9201
3920.9301
3920.9401
3920.9902
3921.1101
3921.1201
3921.1902
3921.9002
3922.1000
3922.2000
3922.9001
3922.9009
4003.1000
4008.1101
4008.2101
4016.9100
4016.9918
4016.9919
4407.1001
4407.2101
4407.2201
4407.2301
4407.9101
4407.9201
4407.9901
4409.1001
4409.2001
4410.1001
4410.9001
4411.1101
4411.1901
4411.2101
4411.2901
4411.3101
4411.3901
4411.9101
4411.9901
4412.1101
4412.1201
4412.1901
4412.2101
4412.2901
4412.9101
4412.9901
4413.0001
4418.3000
4418.5000
4504.1002
4504.1005
4504.9003
4601.2000
4811.1000
4814.1000
4814.2001
4814.2009
4814.3000
4814.9001
4814.9002
4814.9009
4815.0000
4823.9005
5602.9001
5701.1000
5701.9000
5702.1000
5702.2000
5702.3100
5702.3200
5702.3900
5702.4100
5702.4200
5702.4900
5702.5100
5702.5200
5702.5900
5702.9100
5702.9200
5702.9900
5703.1001
5703.1009
5703.2001
5703.2009
5703.3001
5703.3009
5703.9001
5703.9009
5704.1000
5704.9000
5705.0001
5705.0009
5904.1000
5904.9100
5904.9200
5905.0001
5905.0009
6802.1000
6802.2109
6802.2209
6802.2309
6802.2909
6802.9109
6802.9209
6802.9309
6802.9909
6803.0000
6806.1009
6806.2000
6806.9001
6806.9009
6807.1001
6807.9001
6808.0000
6809.1101
6809.1901
6809.9001
6809.9009
6811.1000
6811.2001
6811.9001
6811.9009
6814.1000
6815.9101
6815.9901
6904.9000
6905.1000
6905.9000
6907.1000
6907.9000
6908.1000
6908.9000
6910.1000
6910.9000
7019.3101
7019.3901
7019.9003
7019.9009
7210.2001
7210.3101
7210.3901
7210.4100
7210.5001
7210.6001
7210.7001
7212.2101
7212.2901
7212.3001
7212.4001
7212.5001
7212.6001
7216.9001
7304.1000
7304.2000
7305.1100
7305.1200
7305.1900
7305.2000
7306.1000
7306.2000
7313.0000
7314.2000
7314.3000
7314.4100
7314.4200
7314.4900
7314.5000
7324.1000
7324.2100
7324.2900
7324.9000
7417.0000
7418.2000
7419.9904
7606.1101
7606.1201
7606.9101
7606.9201
7615.2000
8407.3100
8407.3200
8407.3300
8407.3400
8408.2000
8414.5101
8414.5901
8414.6001
8414.8001
8426.1201
8426.1209
8426.1900
8426.2000
8426.3000
8426.4101
8426.4109
8426.4900
8426.9100
8426.9900
8428.1001
8428.4000
8431.3100
8452.1000
8481.1000
8481.2000
8481.3000
8481.4000
8481.8000
8481.9000
8507.1000
8507.2000
8507.3000
8507.4000
8507.8000
8507.9000
8516.5000
8516.6001
8516.6002
8516.6009
8516.7901
8535.1000
8535.2100
8535.2900
8535.3000
8535.4000
8535.9000
8536.1000
8536.2000
8536.3000
8536.4100
8536.4900
8536.5000
8536.6100
8536.6900
8536.9000
8537.1009
8537.2000
8538.1000
8538.9000
8544.1100
8544.1900
8544.2000
8544.3000
8544.4100
8544.49008544.5100
8544.5900
8544.6000
8544.7000
8708.9200
8714.1100
8714.1900
9007.11009007.1900
9007.2100
9007.2900
9007.9100
9007.9200
9405.1001
9405.1009
9405.20019405.2009
9405.3000
9405.4001
9405.4009
9405.5000
9405.6001
9405.6009
9405.91019405.9109
9405.9201
9405.9202
9405.9209
9405.9901
9405.9909


C.     Af vörum í eftirfarandi tollskrárnúmerum skal greiða 16% vörugjald:

3701.2000
3701.9109
3701.9909
3702.2000
3702.3100
3702.3200
3702.3909
3702.4402
3702.5100
3702.5200
3702.5300
3702.54003702.5500
3702.5600
3702.9100
3702.9200
3702.9300
3702.9400
3702.9500
3926.3001
4016.9925
7007.1101
7007.2101
7009.10007014.0001
7315.9001
7320.1000
7320.2001
7320.9001
8301.2000
8301.4001
8302.1001
8302.3000
8302.4901
8511.1000
8511.20008511.3000
8511.4000
8511.5000
8511.8000
8511.9000
8544.3000
8545.9001
8708.1000
8708.2900
8708.3100
8708.3900
8708.40008708.5000
8708.6000
8708.7000
8708.8000
8708.9100
8708.9300
8708.9400
8708.9900
8716.9009




D.     Af vörum í eftirfarandi tollskrárnúmerum skal greiða 18% vörugjald:
1703.1001
1703.9001
1704.1000
1704.9001
1704.9002
1704.9003
1704.9004
1704.9005
1704.9009
1805.0001
1805.0009
1806.1000
1806.2001
1806.2009
1806.31011806.3109
1806.3201
1806.3202
1806.3203
1806.3209
1806.9003
1806.9004
1806.9005
1806.9006
1806.9007
1806.9009
1905.2000
1905.3021
1905.3029
1905.30301905.3091
1905.3099
2009.1101
2009.1109
2009.1901
2009.1909
2009.2001
2009.2009
2009.3001
2009.3009
2009.4001
2009.4009
2009.5001
2009.5009
2009.60012009.6009
2009.7001
2009.7009
2009.8001
2009.8009
2009.9001
2009.9009
2106.9011
2106.9019
2106.9021
2106.9022
2106.9029
2106.9041
2106.9053
2201.10002202.1001
2202.1009
2202.9009
2203.0001
2204.2101
2204.2901
2204.3000
2206.0000
2208.9009
2209.0000
3003.9001
3004.5004
3004.9004
3302.1002


E.     Af vörum í eftirfarandi tollskrárnúmerum skal greiða 20% vörugjald:

6702.1000
6702.9000
7321.1100
7321.1200
7321.1300
7321.8100
7321.8200
7321.8300
7321.9000
8301.1000
8301.5000
8302.3000
8418.1001
8418.2100
8418.2200
8418.2900
8418.3001
8418.4001
8418.6101
8418.69018421.1201
8421.3901
8422.1100
8433.1100
8433.1900
8450.1100
8450.1200
8450.1900
8450.9000
8451.1009
8451.2100
8451.3001
8476.1100
8476.1900
8476.9000
8479.8901
8509.2000
8509.3000
8509.8009
8509.90008516.3300
8516.4009
8516.7909
8516.8001
8519.2900
8519.3100
8519.3900
8519.9901
8519.9902
8520.9001
8521.1021
8521.1029
8521.9021
8521.9029
8522.1000
8522.9000
8529.9002
8529.9003
8539.1000
8539.21008539.2200
8539.2900
8539.3100
8539.3900
8539.4000
8539.9000
8540.1100
8540.1200
8540.2000
8540.3000
8540.4100
8540.4200
8540.4900
8540.8100
8540.8900
8540.9100
8540.9900
8716.8001
8716.8009
9608.10009608.2000
9608.3100
9608.3900
9608.4000
9608.5000
9608.6000
9608.9100
9608.9900
9609.1000
9609.2000
9609.9000
9613.1000
9613.2000
9613.3000
9613.8000
9613.9000
9614.1000
9614.2000
9614.9000

F.     Af vörum í eftirfarandi tollskrárnúmerum skal greiða 25% vörugjald:

9301.0000
9302.0000
9303.1000
9303.20009303.3000
9303.9009
9304.0000
9305.10009305.2100
9305.2900
9305.9000
9306.10009306.2100
9306.2900
9306.3009
9306.90099307.0000




G.     Af vörum í eftirfarandi tollskrárnúmerum skal greiða 30% vörugjald:

1701.1100
1701.1200
1701.9101
1701.9102
1701.9103
1701.9104
1701.9105
1701.9106
1701.9107
1701.9109
1701.9901
1701.9902
1701.9903
1701.9904
1701.9905
1701.9906
1701.9907
1701.9909
1702.1000
1702.2000
1702.3001
1702.3002
1702.3009
1702.4001
1702.4002
1702.4009
1702.5000
1702.6000
1702.9001
1702.9002
1702.9003
1702.9004
1702.9009
1703.1002
1703.1009
1703.9009
8518.2109
8518.2209
8518.2900
8518.3000
8518.4009
8518.5009
8518.9000
8519.1000
8519.4000
8519.9100
8519.9909
8520.1000
8520.2000
8520.3100
8520.3900
8520.9009
8527.1101
8527.1102
8527.1109
8527.1900
8527.2101
8527.2102
8527.2109
8527.2900
8527.3101
8527.3102
8527.31098527.3200
8527.3900
8527.90098528.1003
8528.1009
8528.20038528.2009
8529.1009
8529.90098543.8001
8543.9001

50. gr.


    Ákvæði þessa kafla öðlast gildi þegar í stað.

Athugasemdir við lagafrumvarp þetta.


    Í frumvarpi því sem hér liggur fyrir er gert ráð fyrir margvíslegum breytingum á skattalöggjöfinni. Breytingarnar ber að með tvennum hætti. Annars vegar — og langviðamestar — eru breytingar sem tengjast yfirlýsingum ríkisstjórnarinnar vegna kjarasamninganna sl. vor og ákvörðun um framlengingu þeirra nú í nóvember. Hins vegar eru breytingar sem tengjast ákvörðunum sem teknar voru fyrir síðustu áramót, einkum tillögur um breytta tekjuöflun sveitarfélaga vegna niðurfellingar aðstöðugjalds og frekari útfærsla á ákvörðun vaxtabóta.
    Líkt og í fyrravetur hefur sá kostur verið valinn að flytja þessar breytingar allar í sama frumvarpi. Þetta er talið eðlilegt þar sem breytingarnar tengjast allar fjáröflun vegna fjárlaga. Hér á eftir er fyrst gerð grein fyrir meginatriðum frumvarpsins, aðdraganda þess og áhrifum. Því næst er fjallað um einstaka þætti og loks eru athugasemdir með einstökum greinum.

I. Meginatriði frumvarpsins.


1. Breytingar tengdar kjarasamningum.

     Ákvarðanir síðastliðið vor — fjárlagafrumvarp. Meginefni þessa frumvarps eru breytingar sem tengjast yfirlýsingum ríkisstjórnar vegna kjarasamninganna í maí sl. Veigamesta breytingin er tillaga um lækkun virðisaukaskatts af matvælum úr 24,5% í 14% frá næstu áramótum. Þessi breyting skerðir tekjur ríkissjóðs um 3.100 m.kr. miðað við heils árs innheimtu, en um 2.600 m.kr. árið 1994.
    Til að vega að hluta á móti þessu tekjutapi var í fjárlagafrumvarpi annars vegar gert ráð fyrir að leggja sérstakan skatt á vaxtatekjur einstaklinga frá miðju næsta ári. Þessi skattlagning var að vísu talin skila litlum tekjum á næsta ári, eða um 150 m.kr., en árið 1995 voru skilin talin geta orðið 500–600 m.kr.
    Hins vegar var gert ráð fyrir 0,35% hækkun á tryggingagjaldi fyrirtækja og álagningu sérstaks 0,5% atvinnutryggingagjalds á einstaklinga. Þessi gjaldtaka var einkum ætluð til að styrkja fjárhag Atvinnuleysistryggingasjóðs. Samanlagt var talið að þessi gjaldtaka gæti skilað ríkissjóði um 1.600 m.kr. á heilu ári, en 1.400 m.kr. árið 1994. Til þess að draga úr áhrifum atvinnutryggingagjaldsins á afkomu tekjulægri barnafjölskyldna var einnig áformað að hækka greiðslur barnabótaauka um 150 m.kr.
    Þegar þetta tvennt var lagt saman var talið að skatttekjur ríkissjóðs mundu lækka um 1.200 m.kr. vegna lækkunar virðisaukaskatts af matvælum þrátt fyrir þessa viðbótartekjuöflun eins og fram kemur í meðfylgjandi töflu.
     Breytt áform. Af hálfu launanefndar ASÍ og vinnuveitenda komu fram athugasemdir við nokkra þætti fjárlagafrumvarps sem ekki voru taldir samrýmast yfirlýsingu ríkisstjórnar frá í maí. Í yfirlýsingu forsætisráðherra frá 5. nóvember sl. kemur fram að ríkisstjórnin hafi vegna athugasemda launanefndar ákveðið að breyta í nokkrum atriðum fyrri áformum um tekjuöflun til að vega upp á móti tekjutapi vegna lækkunar virðisaukaskatts af matvælum.
    Þannig er horfið frá áformum um álagningu sérstaks 0,5% atvinnutryggingagjalds á einstaklinga. Í stað þess er lögð til hækkun á tekjuskatti einstaklinga um 0,35% og bifreiðagjald um þriðjung, heldur meira á þyngri bifreiðum en minna á hinum léttari. Jafnframt er gert ráð fyrir að lækka vörugjöld á nokkrum vöruflokkum til að koma í veg fyrir að samkeppnisstaða innlendra aðila raskist vegna lækkunar virðisaukaskatts af matvælum.

Sérstakar breytingar á frumvarpi til fjárlaga 1994.



Áhrif

Áhrif


Í milljónum króna

m.v. heilt ár

árið 1994



I. Forsendur fjárlagafrumvarps:

Lækkun virðisaukaskatts af matvælum     
- 3.100
- 2.600
10% vaxtaskattur     
550
150
0,35% hækkun tryggingagjalds á atvinnurekendur     
560
500
0,5% atvinnutryggingagjald á einstaklinga     
1.000
900
Hækkun barnabótaauka     
- 150
- 150

Áhrif á afkomu ríkissjóðs     
- 1.140
- 1.200

II. Frávik frá forsendum fjárlagafrumvarps:
Tekjur:
0,35% hækkun á tekjuskatti einstaklinga     
685
585
35% hækkun á bifreiðagjaldi     
450
450
Fallið frá atvinnutryggingagjaldi á einstaklinga     
- 1.000
- 900
Fallið frá breytingum á barnabótaauka     
150
150
Frestun gildistöku vaxtaskatts     
- 550
- 150

Hækkun á bensíngjaldi og þungaskatti vegna aukinna vegaframkvæmda     
285
285

Lækkun vörugjalds     
- 370
- 310
Breikkun á vörugjaldsstofni o.fl.     
205
145

Gjöld:
Aukin útgjöld til vegagerðar     
285
285

Viðbótaráhrif á afkomu ríkissjóðs     
- 430
- 30

III. Heildaráhrif á afkomu ríkissjóðs     
- 1.570
- 1.230


    Í viðræðum milli ríkisstjórnar og aðila vinnumarkaðarins var lögð áhersla á að veruleg lækkun vaxta væri mikilvægasta aðgerðin til að örva atvinnulífið. Í lok október 1993 kynnti ríkisstjórnin viðamiklar aðgerðir til þess að stuðla að lækkun vaxta. Þessar aðgerðir hafa nú þegar skilað þeim árangri að raunvextir hafa lækkað um 2%.
    Brýnt er að raska ekki þeim forsendum sem vaxtalækkunin byggir á. Þar skiptir staða ríkisfjármála og lánsfjárþörf ríkisins miklu máli. Aðgerðir ríkisstjórnarinnar í vaxtamálum og þær breytingar á sviði ríkisfjármála sem ríkisstjórnin hefur ákveðið eru reistar á þeirri forsendu að halli á ríkissjóði á næsta ári verði alls ekki meiri en gert er ráð fyrir í fjárlagafrumvarpi.
    Í kjölfar yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar sl. vor um upptöku sérstaks vaxtaskatts var skipuð nefnd til að útfæra nánar álagninguna og undirbúa framkvæmdina. Nefndin skilaði áliti sínu og drögum að frumvarpi um miðjan október 1993 miðað við að 10% vaxtaskattur yrði tekinn upp frá miðju ári 1994. Ekki var talið fært að taka hann upp fyrr því að framkvæmda- og innheimtuaðilar þyrftu góðan undirbúningstíma.
    Í kjölfar þeirra aðgerða sem ríkisstjórn og Seðlabanki hafa beitt sér fyrir til þess að lækka vexti hafa komið fram áhyggjur af hálfu viðskiptabanka og Seðlabanka um að áformuð gildistaka vaxtaskatts á næsta ári geti jafnvel orðið til þess að hækka vexti. Ríkisstjórnin hefur af þessu tilefni ákveðið að fresta framlagningu frumvarps um vaxtaskatt og mun á næstu mánuðum skoða framkvæmd og útfærslu þessarar skattlagningar nánar.
    Enda þótt þær aðgerðir sem kynntar eru í þessu frumvarpi feli í sér nokkur frávik frá þeim áformum sem kynnt voru í fjárlagafrumvarpi eru heildarmarkmið fjárlaga óbreytt.

2. Tillögur um skattbreytingar í árslok 1993.

    Í nóvember 1992 gripu stjórnvöld til umfangsmikilla efnahagsaðgerða til að styrkja stöðu íslensks atvinnulífs, einkum gagnvart vaxandi erlendri samkeppni, hamla gegn auknu atvinnuleysi, skapa skilyrði fyrir lækkun vaxta, auka arðbærar fjárfestingar og nýsköpun. Þannig var leitast við að leggja grunn að auknum hagvexti á næstu árum.
    Veigamikill þáttur efnahagsaðgerðanna var niðurfelling aðstöðugjalds, en það hafði um langt árabil veikt samkeppnisstöðu íslenskra fyrirtækja gagnvart erlendum keppinautum. Niðurfelling aðstöðugjalds hafði hins vegar mikil áhrif á fjárhag sveitarfélaga og kallaði á heildarendurskoðun á tekjustofnum þeirra. Var talið nauðsynlegt að undirbúa þá endurskoðun vandlega og leita varanlegra lausna á tekjuöflun þeirra.
    Til bráðabirgða var gripið til þess ráðs að tryggja sveitarfélögunum svipaðar tekjur og þau hefðu haft af álagningu aðstöðugjalds með aukinni hlutdeild þeirra í tekjuskatti einstaklinga. Samkvæmt fjárlögum ársins 1993 var þessi fjárhæð talin vera um 4 milljarðar kr. og virðist sú áætlun ganga eftir. Þessi millifærsla til sveitarfélaga kallaði á sérstaka tekjuöflun. Þannig var tekjuskattshlutfall einstaklinga hækkað til bráðabirgða um 1,5%, úr 32,8% í 34,3%. Jafnframt var skipuð nefnd til að gera tillögur um varanlega lausn á tekjuöflun sveitarfélaga í stað aðstöðugjaldsins.

Áætluð áhrif breyttra tekjustofnalaga á afkomu ríkissjóðs.



Áhrif


Í milljónum króna

m.v. heilt ár



1,5% lækkun á tekjuskattshlutfalli einstaklinga     
- 3.400

Niðurfelling skatts á skrifstofu- og verslunarhúsnæði     
- 470

Aukin hlutdeild sveitarfélaga í tekjuskatti fellur niður     
3.960

Aukin skil ÁTVR í ríkissjóð vegna niðurfellingar landsútsvars     
325

Hækkun bensíngjalds á móti niðurfellingu landsútsvars á olíufélög     
140



I. Áhrif á tekjuhlið ríkissjóðs     
555

II. Áhrif á gjaldahlið - Aukið framlag til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga     
500



III. Áætluð áhrif á afkomu ríkissjóðs (I - II)     
55



    Nefndin hefur skilað áliti til félagsmálaráðherra sem hefur lagt fram frumvarp til breytinga á tekjustofnalögum sveitarfélaga sem í meginatriðum byggir á tillögum nefndarinnar. Breytingarnar snerta tekjuhlið ríkissjóðs með þrennum hætti:
     Í fyrsta lagi leggur nefndin til að hámarksálagning útsvars hækki, en samhliða því lækki hlutur ríkisins í tekjuskatti einstaklinga.
     Í öðru lagi er gerð tillaga um hækkun fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði. Jafnframt verði hætt að leggja á skatt á skrifstofu- og verslunarhúsnæði sem hefur runnið í ríkissjóð og með því skapað aukið svigrúm fyrir álagningu sveitarfélaga.
     Í þriðja lagi leggur nefndin til að landsútsvarið verði fellt niður, en það er að stærstum hluta tekjustofn Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. Gert er ráð fyrir að tekjutapi Jöfnunarsjóðs verði mætt með beinu framlagi úr ríkissjóði sem fjármagnað verði með auknum tekjum frá Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins og hækkun bensíngjalds.

II. Einstakir efnisþættir frumvarpsins.


1. Tekjuskattur.
    Í þessu frumvarpi er gert ráð fyrir tvenns konar meginbreytingum á tekjuskatti einstaklinga:
    Í fyrsta lagi er breyting á skatthlutfallinu; annars vegar er 1,5% lækkun í tengslum við breytingar á tekjustofnum sveitarfélaga og hins vegar er 0,35% hækkun til að vega upp á móti lækkun virðisaukaskatts af matvælum í samræmi við yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar nú í nóvember. Samkvæmt þessu lækkar skatthlutfallið um 1,15%.
     Í öðru lagi eru breytingar á ákvæðum tekjuskattslaganna um greiðslur vaxtabóta, en um þær er nánar fjallað hér á eftir.
    Þá eru lagðar til ýmsar tæknilegar lagfæringar á lögunum og eru þær skýrðar í athugasemdum við einstakar greinar.

2. Vaxtabætur.
    Í desember 1992 samþykkti Alþingi breytingar á gildandi vaxtabótakerfi í því skyni að hamla gegn frekari útgjaldaaukningu vegna vaxtabóta næstu árin. Sú breyting leiðir til 400 m.kr. lækkunar útgjalda til vaxtabóta árið 1994. Í tengslum við þessa ákvörðun ákvað ríkisstjórnin að fela sérstakri nefnd að vinna að frekari endurskoðun kerfisins á árinu 1993 með áherslu á frekari tengingu vaxtabóta við tekju- og eignastöðu vaxtabótaþega. Markmiðið var að breyta kerfinu þannig að það kæmi frekar hinum tekjulægri, yngri og efnaminni til góða. Einnig var nefndinni falið að sníða helstu annmarka af vaxtabótakerfinu, m.a. til að tryggja að vaxtabætur yrðu einungis greiddar vegna vaxtagjalda af íbúðalánum, en ekki öðrum skuldbindingum.
    Nefndin hefur nú skilað áliti sínu og þær breytingar á vaxtabótum sem í þessu frumvarpi felast byggja í meginatriðum á tillögum nefndarinnar. Þær eru þríþættar. Í fyrsta lagi eru tillögur um nýjar viðmiðunarreglur; í öðru lagi um ýmsar lagfæringar á lögunum til einföldunar og samræmingar og í þriðja lagi er tillaga um bætta upplýsingagjöf lánastofnana. Vegna afturvirknisjónarmiða er ekki gert ráð fyrir að þessar tillögur taki gildi fyrr en við álagningu 1995. Þær breytingar sem felast í þessu frumvarpi gera ekki ráð fyrir frekari lækkun útgjalda en ákveðin var í desember 1992, að öðru leyti en því sem leiða kann af skilvirkara eftirliti og einfaldari framkvæmd.
    Eitt meginvandamál vaxtabótakerfisins hefur verið að ákveða hvaða vextir og verðbætur veiti rétt til vaxtabóta. Því leggur nefndin til að tekin verði upp ný viðmiðun fyrir vexti og verðbætur við ákvörðun vaxtabóta. Grunnur til útreiknings geti að hámarki orðið 7% af framtöldum skuldum hvers framteljanda vegna íbúðakaupa.
    Helstu rökin fyrir þessari tillögu eru að eðlilegt sé að niðurgreiðsla vaxta af hálfu ríkisins taki mið af algengum raunvöxtum í húsnæðislánakerfinu, en það eru vextir af húsbréfum (6%), lífeyrissjóðslánum (algengast 7%) að viðbættum lántökukostnaði o.fl. Þessi tillaga miðaðist við vaxtastig eins og það var áður en vextir tóku að lækka. Það er eðlilegt að taka þessa viðmiðun til endurskoðunar í meðförum Alþingis í ljósi vaxtaþróunarinnar að undanförnu og horfna á næsta ári.
    Í öðru lagi gerir nefndin tillögu um 10 þúsund króna hækkun á hámarksvaxtabótum til þess að bæta stöðu hinna tekjulægstu.
    Í þriðja lagi leggur nefndin til að réttur til vaxtabóta verði rýmkaður þannig að vaxtagjöld vegna lána, sem veitt eru í húsbréfakerfinu til endurbóta á íbúðarhúsnæði, myndi stofn til vaxtabóta. Helstu rökin fyrir þessari rýmkun eru að eðlilegt sé að framkvæmdir af þessu tagi komi til álita við greiðslu vaxtabóta þar sem þetta geti stuðlað að betri nýtingu eldra húsnæðis og því þjóðhagslega hagkvæmt. Lagt er til að þessi réttur takmarkist við þau lán sem veitt eru í húsbréfakerfinu, enda séu þau veitt til meiri háttar endurbóta en ekki venjubundins viðhalds.
    Markmiðið með þessum breytingum á vaxtabótakerfinu er að gera stuðning ríkisins við húsnæðiskaupendur markvissari um leið og tekjujöfnun kerfisins er aukin. Þannig hækka vaxtabætur einhleypra og einstæðra foreldra þegar á heildina er litið. Hækkunin kemur einkum fram í neðstu tekjubilunum. Vaxtabætur hjóna lækka að meðaltali, en þó þannig að á neðstu tekjubilunum haldast þær nær óbreyttar, en lækka talsvert hjá þeim sem hæstar hafa tekjurnar.
    Með breyttu kerfi hækka vaxtabætur þeirra sem eru að byggja/kaupa í fyrsta sinn, einkum hinna yngri og tekjulægri, en um leið dregur úr stuðningi við hina eldri, tekjuhærri og efnameiri. Jafnframt munu nýjar viðmiðunarreglur og aðrar lagfæringar auðvelda og einfalda framkvæmd og eftirlit með vaxtabótakerfinu. Þannig dregur úr augljósum misfellum í kerfinu.
    Tillögurnar fela í sér nokkra fækkun bótaþega, þó mismikla eftir hjúskaparstétt. Þannig fækkar bótaþegum úr hópi einstæðra foreldra um tæp 3%, en hjónum fækkar um liðlega 10%. Fækkunin er fyrst og fremst hjá hinum tekjuhærri, efnameiri og eldri. Á móti fækkun bótaþega vegur hækkun vaxtabótanna, einkum hjá yngra fólkinu. Þannig hækka vaxtabætur þeirra sem eru 35 ára og yngri um tæp 2% að meðaltali, en lækka hins vegar um nær 5% að jafnaði hjá bótaþegum 45 ára og eldri.

Greiðslur vaxtabóta samkvæmt tillögum nefndarinnar


saman borið við samþykktar breytingar 1992.



         
F j ö l d i V a x t a b æ t u r Áætluð
Fyrir Eftir Fækkun Fyrir br. Eftir br. áhrif
breytingu breytingu % þús.kr. þús.kr. %

I. Einhleypir :

Undir 25 ára aldri     
1.000
992 0,8 70 72 1,8
26-35 ára          
1.899
1.820 4,2 84 87 3,4
36-45 ára          
1.207
1.101 8,8 89 88 -1,5
46-55 ára          
840
747 11,1 79 78 -1,7
56 ára og eldri     
1.163
993 14,6 63 63 0,0

Samtals          
6.109
5.653 7,5 78 79 0,9

II. Einstæðir foreldrar:
Undir 25 ára aldri     
153
159 -3,9 78 83 6,6
26-35 ára          
988
979 0,9 97 100 2,9
36-45 ára          
871
820 5,9 98 99 0,4
46-55 ára          
126
117 7,1 100 99 -1,2
56 ára og eldri     
2
2 . . . -

Samtals          
2.141
2.078 2,9 96 98 2,2

III. Hjón: 1)
Undir 25 ára aldri     
708
692 2,3 107 110 3,0
26-35 ára          
4.653
4.403 5,4 128 129 0,8
36-45 ára          
4.407
3.809 13,6 132 124 -6,4
46-55 ára          
1.364
1.137 16,6 129 118 -8,0
56 ára og eldri     
974
832 14,6 102 96 -5,6

Samtals          
12.106
10.873 10,2 126 122 -3,1

1) Hjón eru hér talin sem einn einstaklingur.



3. Virðisaukaskattur.

    Eins og áður er komið fram var lækkun virðisaukaskatts af matvælum úr 24,5% í 14% einn veigamesti þáttur í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar vegna kjarasamninganna sl. vor. Lækkunin er talin kosta ríkissjóð 2,6 milljarða króna árið 1994, en 3,1 milljarð miðað við innheimtu á heilu ári. Í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 1994 lækka tekjur af virðisaukaskatti reyndar um 3,2 milljarða króna, en á móti var gert ráð fyrir hækkun vörugjalds á sælgæti og gosdrykki, um 600 m.kr. Nú er hins vegar stefnt að því að virðisaukaskattur á sælgæti og gosdrykki verði óbreyttur, eða 24,5%. Jafnframt er áformað að lækka vörugjald af þessum vörum um 7%.
    Þegar á heildina er litið er talið að lækkun virðisaukaskatts af matvælum í tengslum við kjarasamningana sl. vor lækki vísitölu framfærslukostnaðar um rúmlega 1%. Um fjórðungur þessarar lækkunar kom fram þegar um mitt ár 1993 í kjölfar aukinna niðurgreiðslna á mjólkurvörum, svínakjöti, kjúklingum og eggjum. Samkvæmt upplýsingum úr neyslukönnun Hagstofu Íslands verja barnafjölskyldur að jafnaði um fimmtungi tekna sinna til kaupa á matvælum. Þetta hlutfall er hins vegar nokkuð hærra fyrir tekjulægri fjölskyldur. Hjá einstaklingum er hlutfallið nálægt 15% að meðaltali.
    Samhliða lækkun virðisaukaskatts af matvælum er gert ráð fyrir að þær endurgreiðslur/niðurgreiðslur vegna matvæla sem nú eru í gildi falli niður. Þessar greiðslur hafa miðast við að með þeim væri virðisaukaskattur í reynd greiddur niður í 14%. Þess vegna munu þessar tilteknu vörur ekki lækka í verði um áramótin. Sérstakar reglur hafa gilt um fisk og hafa endurgreiðslurnar verið mun meiri en gilt hefur almennt um mjólkur- og kjötvörur. Þess vegna má búast við að fiskur geti hækkað þegar endurgreiðslurnar eru felldar niður. Í frumvarpinu er hins vegar gert ráð fyrir að niðurgreiðslurnar lækki á áföngum á næsta ári til þess að dreifa þessum áhrifum yfir árið.
    Af þessari umfjöllun má ráða að áhrif lækkunar virðisaukaskatts af matvælum og lækkunar vörugjalda á verðlag eru margvísleg. Þær matvörur sem bera fullan skatt í dag lækka að sjálfsögðu mest í verði, eða um allt að 8 1 / 2 % um næstu áramót. Í þennan flokk falla m.a. mjöl- og brauðvörur. Flestar búvörur, svo sem mjólk og kjöt, sem hafa notið sérstakra endurgreiðslna hingað til, lækka hins vegar lítið sem ekkert í verði. Þó má gera ráð fyrir að unnar kjötvörur geti lækkað í verði um áramótin. Loks má reikna með að verð á ávaxtasafa, gosdrykkjum, kakódufti, sælgæti og kexi lækki um 3–5% vegna lækkunar vörugjalds.
    Ljóst er að lækkun virðisaukaskatts á matvælum hefur í för með sér ýmsa erfiðleika við framkvæmd og eftirlit. Breytingarnar hafa jafnframt í för með sér töluverðan kostnað vegna undirbúnings, kynningar og útgáfustarfsemi, breytinga á tölvukerfum, starfsmanna- og launakostnaðar auk beins og óbeins kostnaðar við eftirlit og framkvæmd. Framkvæmd og eftirlit með fyrirhugaðri breytingu á virðisaukaskatti má ekki koma niður á framkvæmd og eftirliti skattyfirvalda með öðrum sköttum og gjöldum, svo sem tekjuskatti, staðgreiðslu, tryggingagjaldi og vörugjaldi. Í frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 1994 er ekki gert ráð fyrir kostnaði vegna breytinga á virðisaukaskatti en þess getið að málið sé til skoðunar. Nauðsynlegt verður að leita fjárheimildar á árinu 1994 til að standa straum af kostnaði við fyrirhugaðar breytingar.
    Auk þessarar meginbreytingar á virðisaukaskatti eru í frumvarpinu ýmsar lagfæringar, einkum til að auka samræmi í skattlagningu hliðstæðrar starfsemi, auk þess sem talið er nauðsynlegt að skerpa skilgreiningar á stöku stað. Nánar er gerð grein fyrir þessum breytingum í athugasemdum með einstökum greinum.

4. Tryggingagjald.

    Samkvæmt gildandi lögum greiða atvinnurekendur sérstakt tryggingagjald í ríkissjóð. Gjaldstofninn er heildarlaunagreiðslur, þar með talið framlag þeirra í lífeyrissjóð og reiknað endurgjald í einstaklingsrekstri. Gjaldið er í tveimur þrepum, 2,5% í landbúnaði, sjávarútvegi og iðnaði, en 6% í öðrum greinum. Frá og með næstu áramótum mun ferðaþjónusta flytjast í lægri gjaldflokkinn.
    Í þessu frumvarpi er gert ráð fyrir að tryggingagjaldið hækki um 0,35%, þ.e. í 2,85% í landbúnaði, sjávarútvegi, ferðaþjónustu og iðnaði og í 6,35% í öðrum atvinnugreinum. Talið er að gjaldstofn tryggingagjalds verði kringum 200 milljarðar króna á árinu 1994. Þar af nema launagreiðslur ríkissjóðs (að meðtöldum B-hluta fyrirtækjum) 40 milljörðum króna. Samanlagt er talið að hækkun tryggingagjaldsins skili ríkissjóði um 560 m.kr. á heilu ári, þar af innheimtast um 500 m.kr. á næsta ári.
    Í frumvarpinu er einnig gerð tillaga um að þær reglur sem gilda um ákvörðun gjaldstofns til útreiknings tryggingagjalds vegna vinnu manns við eigin rekstur verði skýrari. Meðal annars er lagt til að sett verði lágmark fyrir þau laun sem tryggingagjald reiknast af.

5. Vörugjald af bensíni.
    Samkvæmt gildandi lögum um tekjustofna sveitarfélaga greiða olíufélög 1,3% landsútsvar af heildarsölu olíu og olíuvara, annarra en gasolíu og svartolíu. Þessi álagning er talin nema nálægt 140 m.kr. á næsta ári að öðru óbreyttu. Sem fyrr segir var í fjárlagafrumvarpi gert ráð fyrir að landsútsvarið félli niður á næsta ári, en á móti hækkaði vörugjald af bensíni úr 90% í 97%. Þetta er hluti af tekjuöflun ríkisins til að standa undir framlagi úr ríkissjóði til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. Áhrif þessa á verðlag eru talin óveruleg þar sem gjaldið kemur í stað niðurfellingar landsútsvars.
    Auk hækkunar á vörugjaldi af bensíni vegna niðurfellingar landsútsvars er rétt að vekja athygli á því að ríkisstjórnin hefur í tengslum við framlengingu kjarasamninganna ákveðið að auka vegaframkvæmdir fyrir 250–300 m.kr. Sú aðgerð kallar á sérstaka hækkun á mörkuðum tekjustofnum Vegagerðar ríkisins, þ.e. bensíngjaldi og þungaskatti, um allt að 5%. Í forsendum fjárlagafrumvarps var hins vegar ekki gert ráð fyrir hækkun á þessum gjaldstofnum. Þessi breyting á bensíngjaldi hækkar meðalbensínverð um 1,40 kr. á hvern lítra að meðtöldum virðisaukaskatti, eða um 2%. Áhrif þessa á vísitölu framfærslukostnaðar eru metin nálægt 0,1%.

6. Bifreiðagjald.
    Sem fyrr segir er lagt til að hækka bifreiðagjaldið sérstaklega, m.a. til að fjármagna lækkun virðisaukaskatts af matvælum og á sú hækkun að skila ríkissjóði um 450 m.kr. í viðbótartekjur. Gert er ráð fyrir að grunngjaldið hækki heldur minna, eða um tæplega 30%, úr 4,35 kr. á hvert kg í 5,62 kr., miðað við hálft ár. Álagið er hins vegar hækkað úr 50% í 65% þannig að gjald fyrir hvert kg umfram 1.000 kg hækkar um rúmlega 40%. Að meðaltali hækkar gjaldið um tæplega 33%.
    Samkvæmt þessu hækkar gjald af litlum fólksbílum nokkuð minna en af hinum stærri. Þannig hækkar gjald af Toyota Corolla um tæplega 2.400 kr. á ári, eða um 200 kr. á mánuði. Samsvarandi hækkun á Range Rover er tæplega 600 kr. á mánuði. Um næstu áramót fellur hins vegar niður slysatryggingagjald vegna ökutækja sem nemur 2.400 kr. á ári, eða 200 kr. á mánuði á hverja bifreið. Samanlagt hafa þessar breytingar því óveruleg áhrif á rekstrarkostnað minni fólksbifreiða.
    Hækkun bifreiðagjalds mundi að óbreyttu hækka vísitölu framfærslukostnaðar um 0,11%. Jafnframt má reikna með einhverri hækkun á flutningskostnaði (sendibifreiðar, leigubifreiðar) þannig að heildaráhrifin væru líklega nálægt 0,15%. Á móti vegur niðurfelling á slysatryggingagjaldi, en vægi þess í vísitölunni er liðlega 0,1%. Þegar á heildina er litið ættu verðlagsáhrif þessara breytinga á bifreiðagjöldum því að vera hverfandi.

7. Vörugjöld.
    Í yfirlýsingu stjórnvalda, sem gefin var í tengslum við gerð kjarasamninga sl.vor, kemur fram að ekki sé gert ráð fyrir að gosdrykkir og sælgæti lækki í verði til jafns við aðrar matvörur, en þess verði þó gætt að raska samkeppnisstöðu þeirra sem minnst.
    Í fjárlagafrumvarpi var miðað við að virðisaukaskattur á gosdrykkjum, ávaxtasafa, sælgæti o.fl. yrði lækkaður í 14%, en á móti kæmi samsvarandi hækkun á vörugjaldi þannig að verðið héldist sem næst óbreytt. Nú er lagt til að samsvarandi áhrifum verði náð með því að halda virðisaukaskatti á þessum vörum óbreyttum. Á móti lækka vörugjöld af þessum vörum nokkuð. Þá eru lögð vörugjöld á samkeppnisvörur sem verða í lægra þrepi virðisaukaskatts og þannig dregið úr áhrifum af hækkun virðisaukaskatts á verð þeirra.
     Drykkjarvörur. Samkvæmt gildandi lögum er 25% vörugjald lagt á gosdrykki og ávaxtasafa, en blönduð mjólk, kaffi og te eru án vörugjalds.
    Í frumvarpinu er lagt til að vörugjald á gosdrykkjum og ávaxtasafa lækki úr 25% í 18%, en þessar vörur verða í hærra þrepi virðisaukaskatts. Virðisaukaskattur af kaffi og te lækkar í 14% samkvæmt frumvarpinu, en jafnframt verður lagt á 6% vörugjald. Með þessu ætti samkeppnisstaða drykkjarvara að haldast nokkurn veginn óbreytt innbyrðis.
     Sælgæti og súkkulaðikex. Í dag er lagt 25% vörugjald á sælgæti og súkkulaðikex. Til þess að staða sælgætisiðnaðarins raskist sem minnst er lagt til að vörugjald á þessum vörum lækki úr 25% í 18%. Jafnframt verði 6% vörugjald lagt á ýmsar samkeppnisvörur, þ.e. ís, snakk og ýmis sykruð matvæli, en virðisaukaskattur á þessar vörur lækkar í 14%. Með snakki er átt við kartöfluflögur, saltstangir, salthnetur, kryddkex, saltkex og annað léttmeti, t.d. með salti eða öðru kryddi. Sykur fær sömu meðferð.
    Lækkun vörugjalda kostar ríkissjóð að óbreyttu um 370 m.kr. Á móti vegur fyrirhuguð álagning 6% vörugjalds sem skilar um 110 m.kr. Auk þess er gert ráð fyrir að hækka 9% vörugjaldsflokkinn upp í 10%. Í þessum flokki eru snyrtivörur og byggingarvörur. Þessi hækkun skilar um 75 m.kr. tekjuauka. Auk þessara breytinga er lagt til að lagðir verði tollar á feiti og olíur, eftir því sem heimilt er samkvæmt gildandi GATT-samningum. Tollarnir verða almennt á bilinu 7–18% nema 70–90% á smjörlíki. Áætlaðar viðbótartekjur vegna þessara breytinga eru taldar um 20 m.kr. Þegar upp er staðið lækka tekjur ríkissjóðs um 165 m.kr. vegna þessara breytinga. Verðlagsáhrifin verða í samræmi við þetta, þ.e. heldur til lækkunar.

Athugasemdir við einstakar greinar frumvarpsins.


Um 1. gr.


    Hér er lögð til breyting á 2. gr. laganna sem fjallar um skattskyldu lögaðila. Breytingin felst í því að samlagsfélögum er bætt í 3. tölul. 1. mgr. sem mun þá eftir breytinguna fjalla um skattskyldu samlags- og sameignarfélaga. Með samlagsfélögum er hér átt við félag þar sem minnst einn félagsaðili ber ótakmarkaða ábyrgð á skuldbindingum félagsins, en einn eða fleiri samlagsmenn bera einungis takmarkaða ábyrgð á skuldbindingum félagsins. Þetta félagsform hefur hingað til verið sjaldgæft hér á landi, en þó hefur nokkuð farið að bera á því á síðustu árum. Í ljósi þess að mismunandi skatthlutfall gildir um lögaðila þykir eðlilegt að félög þessi skattleggist með sama hlutfalli og sameignarfélög og lúti sömu skilyrðum skattalega og þau félög.

Um 2. gr.


    Á 28. gr. eru lagðar til tvær breytingar. Í fyrsta lagi er 6. tölul. 28. gr. felldur brott, en efnisinnihald þess töluliðar er fært í 30. gr. laganna, sbr. 3. gr. frumvarpsins. Breyting þessi felur það í sér að tekjur af þessu tagi verða framtalsskyldar og reiknast inn í tekjuskattsstofninn, en frádráttur verður heimill skv. 30. gr. laganna og tekjurnar því í reynd áfram skattfrjálsar. Þess ber að geta að tekjur af þessu tagi munu skerða rétt manna til tekjutengdra bóta skv. 69. gr. laganna. Það byggir ekki hvað síst á því að bótagreiðslur skv. B- og C-liðum 69. gr. eru tekjutengdar og þykir eðlilegt að allar tekjur manna hafi áhrif við ákvörðun þeirra bóta.
    Í öðru lagi er um að ræða tæknilega lagfæringu á 7. tölul. 28. gr. Við þann tölulið er bætt tveimur nýjum bótategundum, þ.e. barnabótaauka og vaxtabótum. Í framkvæmd hafa báðar þessar bótategundir eigi verið taldar til tekna, en rétt þykir að taka af öll tvímæli.

Um 3. gr.


    Um skýringar vísast til athugasemda við 2. gr. frumvarpsins.

Um 4. gr.


    Lagðar eru til tvær breytingar á 31. gr. laganna, en sú grein fjallar um frádrátt frá tekjum aðila í atvinnurekstri. Báðar breytingarnar eru til komnar vegna afnáms aðstöðugjalds. Annars vegar er reglum um hámark frádráttar vegna gjafa til menningarmála o.fl. breytt og það efnisákvæði flutt úr 1. tölul. greinarinnar í 2. tölul. Breytingin felst efnislega í því að í stað þess að hámarkið miðist við 0,5% af aðstöðugjaldsstofni mun það miðast við 0,5% af reglulegum tekjum aðila í atvinnurekstri. Hins vegar er felld niður heimild til að draga aðstöðugjald og landsútsvar frá tekjum.

Um 5. gr.


    Hér er gerð breyting á skilyrðum fyrir samsköttun sambúðarfólks. Er lagt til að skilyrði um sambúðartíma verði breytt úr tveimur árum í eitt ár. Þessi breyting á rót að rekja til laga nr. 104/1992 þar sem gerð var breyting á lögum nr. 67/1971, um almannatryggingar, með síðari breytingum. Í þeim lögum er kveðið á um að mæðra- og feðralaun skuli falla niður einu ári eftir að viðtakandi launanna skráir sig í þjóðskrá í óvígða sambúð með öðrum en foreldri barnsins. Áður höfðu þessar bætur verið greiddar út í tvö ár eftir slíka sambúðarskráningu. Með þeirri breytingu sem hér er lögð til verður komið á fullu samræmi milli þess að bætur almannatrygginga falli niður vegna óvígðrar sambúðar og að samsköttun geti hafist.

Um 6. gr.


    Með þessari breytingu er skatthlutfall einstaklinga í tekjuskatti lækkað um 1,15%. Um forsendur þessarar breytingar vísast til almennra athugasemda.

Um 7. gr.


    Í þessari grein er gerð breyting á B-lið 69. gr. sem fjallar um barnabótaauka. Breytingin felst í því að tekjuskattsstofn til skerðingar barnabótaauka er skilgreindur upp á nýtt. Með þessari breytingu er þannig gert ráð fyrir að við ákvörðun tekjuskattsstofns til skerðingar barnabótaauka verði eigi heimilt að draga frá tekjur skv. 2. tölul. A-liðar 30. gr. laganna.

Um 8. gr.


    Í þessu ákvæði er gerð breyting á útreikningi vaxtabóta, þ.e. skerðingu eftir eignum, sbr. lög nr. 111/1992. Í athugasemdum með frumvarpinu, sem varð að lögum nr. 111/1992, kemur fram að efri eignamörkin skyldu lækkuð um 20%. Eins og lagaákvæðið hljóðar svarar þetta til þess að efri eignamörkin ættu að vera 60% hærri en hin neðri. Í lagagreininni var hins vegar sett hlutfallið 80% sem svarar ekki til þeirrar hækkunar sem fyrirhuguð var og kemur fram í athugasemdum við frumvarpið. Samkvæmt þessu hafa orðið mistök við framsetningu frumvarpsins. Ákvæði þessarar greinar munu eingöngu hafa áhrif á ákvörðun vaxtabóta á árinu 1994.

Um 9. gr.


    Í þessu ákvæði er lögð til breyting á vaxtabótaákvæði laganna. Breytingarnar eru byggðar á skýrslu nefndar sem fjármálaráðherra skipaði á árinu til að endurskoða vaxtabótaákvæði laganna. Helsta breytingin, sem hér er lögð til, er sú að sett er nýtt þak á vaxtagjöld sem miðar við 7% af lánum til íbúðakaupa. Þá eru lagðar til ýmsar tæknilegar lagfæringar á greininni. Um nánari skýringar við þær breytingar sem hér eru lagðar til vísast til almennra athugasemda við frumvarpið.

Um 10. gr.


    Með þessari breytingu er gert ráð fyrir þeirri meginreglu að tekjuskattshlutfall lögaðila verði 33%. Frávik frá þessari meginreglu er í 2. mgr. varðandi sameignar- og samlagsfélög með ótakmarkaðri ábyrgð félagsaðila, sbr. 3. tölul. 1. mgr. 2. gr. laganna. Um slík félög gildir það að úttekt úr félögum er skattfrjáls og því þykir eðlilegt að skatthlutfall lögaðila af þessu tagi sé meira í takt við skatthlutfall einstaklinga í atvinnurekstri.

Um 11. gr.


    Hér er lagt til að bætt verði við 5. tölul. 74. gr. laganna nýrri málsgrein sem kveði sérstaklega á um skattalega stöðu aðila sem gert hafa samning um svokallaðan íbúðarrétt við viðurkenndar sjálfseignarstofnanir.
    Samningar þessir eru fólgnir í því að tilvonandi íbúar geri samning við stofnanir og samtök um íbúðarrétt sem getur gilt til æviloka. Til tryggingar íbúðarréttinum leggja íbúar fram fjárhæð sem nemur kostnaðarverði viðkomandi íbúða. Á móti kemur að áðurgreindar stofnanir eða samtök gera samninga við banka um þjónustu við þá aðila sem ætla að tryggja sér íbúðarrétt jafnframt því að gefin er út bankatryggð ábyrgðaryfirlýsing eða önnur yfirlýsing um endurgreiðslu til allra íbúðarréttarhafa.
    Hefur færst í vöxt að undanförnu að þjónustuíbúðir fyrir aldraða séu reknar með áðurgreindu eigna- og rekstrarfyrirkomulagi, enda hefur það reynst mjög vel hér á landi. Er nú gert ráð fyrir mikilli fjölgun þjónustuíbúða sem byggja á ofangreindu fyrirkomulagi.
    Ástæða fyrir þeirri breytingu, sem hér er lögð til, er að samkvæmt gildandi lögum telst fjárframlag íbúðarréttarhafa falla undir útistandandi skuld skv. 2. mgr. 5. tölul. 74. gr. laganna. Í ljósi þess að fasteignamatsverð og markaðsverð fasteigna er í reynd ekki ávallt það sama hefur ofangreint fyrirkomulag getað leitt til mismununar við ákvörðun eignarskatts hjá íbúum í þjónustuíbúðum aldraðra. Helgast sú mismunun af því að íbúðarréttarhöfum þjónustuíbúða hefur verið gert að greiða hærri eignarskatt með vísan til 2. mgr. 5. tölul. 74. gr. laganna en eigendum slíkra íbúða sem greitt hafa eignarskatt af fasteignamatsverði íbúðanna skv. 1. tölul. 74. gr. laganna, en það er alloft lægra en markaðsverð viðkomandi íbúða.
    Til að bæta úr ofangreindri mismunun og koma samræmi á við skattlagningu eignarskatts af þjónustuíbúðum er hér lagt til að við 5. tölul. 74. gr. bætist ný málsgrein, 3. mgr., er kveði á um að íbúðarréttarhöfum í ofangreindum skilningi sé heimilt að telja fjárframlag sitt til eignar samkvæmt fasteignamati viðkomandi íbúðar. Þannig verði fjárframlag íbúðarréttarhafa ekki talið falla undir 2. mgr. 5. tölul. 74. gr., heldur muni íbúðir, sem íbúðarréttarhafar hafa tryggt sér, taldar til eignar á fasteignamatsverði líkt og aðrar íbúðir. Með þessu móti má ætla að samræmi komist á við ákvörðun eignarskatts af þjónustuíbúðum aldraðra og að komið verði í veg fyrir þá mismunun sem átt hefur sér stað á milli eigenda þjónustuíbúða annars vegar og íbúðarréttarhöfum slíkra íbúða hins vegar.

Um 12. gr.


    Sambærilegt ákvæði og í 30. gr. frumvarpsins og vísast til skýringa við það ákvæði.

Um 13. gr.


    Greinin þarfnast ekki skýringa.

Um 14. gr.


    Í a-lið er sú breyting gerð á 5. tölul. 3. mgr. 2. gr. laganna að leiga á aðstöðu til íþróttastarfsemi er undanþegin virðisaukaskatti. Samkvæmt núgildandi lögum er íþróttastarfsemi almennt undanþegin skattskyldu, en það hefur ekki verið talið ná til leigu á aðstöðu til íþróttastarfsemi sem ekki er í höndum viðurkenndra íþróttafélaga. Dæmi um slíkt er leiga á aðstöðu tennisvalla, golfvalla og keiluspilasala í eigu annarra en íþróttafélaga. Undanþágan er þó eftir sem áður bundin við viðurkenndar íþróttagreinar, en með íþrótt er átt við hvers konar líkamlega þjálfun sem almennt er stunduð innan aðildarfélaga Íþróttasambands Íslands, hvort sem tilgangur þjálfunarinnar er keppni og afrek eða stefnt er aðallega að heilsurækt og dægradvöl. Starfsemi Skáksambands Íslands og Bridgesambands Íslands fellur einnig hér undir.
    Í b-lið er gerð sú breyting á 8. tölul. 3. mgr. 2. gr. að útleiga tjaldstæða verður skattskyld. Þetta er gert til samræmis við skattskyldu annarrar gistiþjónustu frá og með 1. janúar 1994. Þá er gerð sú breyting, að danskri fyrirmynd, að önnur gistiþjónusta en útleiga hótel- og gistiherbergja er skattskyld þegar leigt er til skemmri tíma en eins mánaðar. Þannig telst leiga á húsnæði til lengri tíma en eins mánaðar til fasteignaleigu og því undanþegin skattskyldu.

Um 15. gr.


    Í 1. mgr. þessarar greinar er víkkað út heimildarákvæði 10. gr. laganna til ákvörðunar skattverðs þannig að hún taki ekki einungis til notaðra fólksbifreiða, heldur til allra vélknúinna ökutækja. Þetta er gert þar sem eðlilegt er að sala á notuðum vélhjólum, dráttarvélum o.fl. lúti sömu reglum og sala notaðra fólksbifreiða, enda eru oft sömu rekstraraðilar með sölu þessara tækja. Til dæmis taka ýmis bifreiðaumboð notaðar fólksbifreiðar, dráttarvélar, vélhjól eða vélsleða upp í nýtt farartæki. Ákvæði 1. mgr. 10. gr. er ekki aðeins talið ná til hefðbundinnar sölu á bifreiðum og öðrum ökutækjum, heldur einnig til endursölu ökutækja sem hafa verið keypt til að breyta og gera upp. Þannig á það t.d. við um tjónabifreiðar sem bifreiðaverkstæði kaupa af vátryggingafélögum og gera upp til endursölu.
    Í 2. mgr. er lagt til að bílaleigur geti notað reglu 1. mgr. við ákvörðun skattverðs á sölu notaðra ökutækja sem þær hafa þurft að kaupa til rekstrarins. Nokkuð hefur borið á því að bílaleigur hafi þurft að kaupa notaðar bifreiðar til að anna eftirspurn yfir tiltekinn tíma. Þær þurfa að útskatta sölu þessara bifreiða, en hafa ekki innskattsfrádrátt við kaup þeirra, og þar sem þetta er nokkuð algengt í bílaleigustarfsemi þykir rétt að veita þessa heimild, en hún jafnframt látin ná til allra ökutækja.
    Í 3. mgr. er um að ræða lagfæringu orðalags.

Um 16. gr.


    Í þessu ákvæði er lagt til að fjárframlög og önnur rekstraraðstoð, sem opinberir aðilar veita þjónustufyrirtækjum til að greiða niður skattskylda þjónustu, verði skattskyld. Ákvæðið er sett sérstaklega til að árétta skattskyldu opinberra aðila sem styrkja þjónustufyrirtæki í fólksflutningum, hvort sem það eru fyrirtæki í eigu opinberra aðila eða ekki.

Um 17. gr.


    Í a-lið þessa ákvæðis eru lagðar til tvær breytingar á 2. tölul. 12. gr. Annars vegar er kveðið á um að fargjöld í millilandaferðum séu undanskilin skattskyldri veltu. Með því er verið að staðfesta þann skilning sem verið hefur í framkvæmd um fólksflutninga milli landa. Hins vegar er lagt til að hið sama gildi um flugfargjöld innan lands þegar flug innan lands er liður í beinu flugi til eða frá landinu. Við mat á því hvenær fólksflutningar með flugi eru í beinu framhaldi af flugi til og frá landinu er fyrst og fremst miðað við að á fyrirliggjandi flugfarseðli ferðamanns komi fram að ferðast sé á milli landa. Nauðsynlegar tafir á slíkri ferð, t.d. við skipti á flugvélum, leiði því ekki til þess að litið verði á innanlandsflugið sem skattskyldan fólksflutning innan lands. Þessar reglur eru settar fram með hliðsjón af sænskri fyrirmynd.
    Síðari stafliður greinarinnar er til að lögfesta þann skilning að beinar greiðslur til bænda samkvæmt búvörusamningi séu undanþegnar skattskyldri veltu, en þessar greiðslur komu fyrst til framkvæmda á árinu 1992. Í núgildandi lögum um virðisaukaskatt er ekki kveðið á um hvort þessar greiðslur séu undanþegnar skattskyldri veltu eða ekki.

Um 18. gr.


    Í b-lið þessarar greinar felst sú meginbreyting á lögum um virðisaukaskatt sem lýst er í almennum athugasemdum. Auk hennar er í a-lið gerð tillaga að breytingu sem miðar að því að einfalda skattframkvæmd og mæta þeim vandkvæðum sem fyrirsjáanleg eru vegna skattlagningar á ferðaþjónustu er tekur gildi um næstu áramót. Mælt er fyrir um að sérreglur gildi um samsetta sölu ferðaskrifstofa, svonefndar „pakkaferðir“. Almennar reglur núgildandi laga gera ráð fyrir að aðgreina þurfi slíka sölu á reikningi eftir mismunandi skatthlutföllum sölunnar. Slík aðgreining er erfið vegna óvissunnar sem fylgir áhættu söluaðilans og ýtir einungis undir það að álagning vegna sölu í hærra þrepinu verði með lægsta móti og gagnstætt hvað varðar sölu í lægra þrepinu. Með slíkri aðgreiningu væri auk þess verið að upplýsa um mikilvæg viðskiptaleyndarmál. Algengast er að samsett sala ferðaskrifstofa feli í sér fólksflutning, gistingu og morgunverð. Með þessari breytingu er verið að heimila ferðaskrifstofum að hafa slíka sölu alla í lægra skatthlutfallinu. Hins vegar er ekki talið verjandi að samsett sala, sem innihaldi bílaleigu og/eða sölu veitingahúsa eða sambærilegra aðila á öðrum tilreiddum mat en morgunverði, verði í lægra skatthlutfallinu. Sé sala veitingahúsa eða bílaleigna, sem er í hærra skatthlutfallinu, hluti af samsettri sölu ferðaskrifstofa fer um reikningsútgáfuna eftir almennum reglum virðisaukaskattslaga. Þannig yrði sala annaðhvort aðgreind á reikningi eftir skatthlutfalli eða hún öll látin í skatthlutfall þeirrar sölueiningar samsettrar sölu sem hefur hæsta skatthlutfallið hverju sinni. Uppfylli fyrirframsamsett sala ferðaskrifstofu skilyrði ákvæðisins og salan boðin á heildarverði skal ekki gefa út reikninga sérstaklega fyrir ýmsa þætti hinnar samsettu sölu, heldur einungis einn reikning með heildarverði.
    Varðandi nýtt skattþrep vegna sölu á matvörum og öðrum vörum til manneldis er lagt til í fyrri málslið 5. gr. að fjármálaráðherra setji reglugerð um efnið með tæmandi upptalningu á vörum í lægra þrepinu samkvæmt tollskrárnúmerum. Réttast þykir að tollskrárnúmerin verði talin upp í reglugerð, enda fyrirsjáanlegt að seinna þurfi að skipta upp einstaka tollskrárnúmerum, fella burt eða taka inn ný númer. Handhægast er að gera þessar tæknilegu breytingar með einfaldri reglugerðarsetningu, enda er kveðið á um skattskyldusvið, skattstofn og skatthlutfall í lögunum. Miðað er við að sala á matvörum og öðrum neysluvörum til manneldis, sem almennt eru seldar í heildsölu eða smásölu, verði í lægra þrepinu. Með því er átt við vörur sem tilbúnar eru til neyslu eða almennt notaðar til matargerðar í heimahúsum, þar með talið sykur, krydd og hveiti svo dæmi séu tekin. Vörur, sem almennt eru jafnt nýtanlegar til manneldis og í fóður, verða í lægra þrepi. Með því er komist hjá vandkvæðum við framkvæmd sem fylgja því að vara flytjist á milli þrepa eftir því hvernig hún er notuð. Þar sem yfirgnæfandi meiri hluti af fóðurvörum er keyptur af skattskyldum aðilum hefur ákvörðun um skatthlutfall lítil sem engin áhrif á skattskil vegna þessara vara.
    Samkvæmt ákvæðinu verður sala á lifandi dýrum og ógerilsneyddri mjólk í hærra þrepinu, en með því er mjög mörgum aðilum í landbúnaði haldið í hærra þrepinu án þess að hafa áhrif á endanlegt verð landbúnaðarafurða. Sælgæti og drykkjarvörur verða einnig í hærra þrepinu svo og áfengi. Til að raska sem minnst samkeppnisstöðu sælgætis- og drykkjarvara gagnvart almennri matvöru eru í frumvarpi þessu lagðar til tvenns konar breytingar á lögum um vörugjald, sbr. VII. kafla. Annars vegar er gert ráð fyrir að vörugjald lækki úr 25% í 18% á drykkjarvörum, sælgæti, kakódufti, kexi og sætabrauði, þ.e. á þeim vörum sem verða áfram í hærra þrepinu. Hins vegar er lagt 6% vörugjald á ís, snakk, ýmsar sykraðar vörur og drykkjarvörur sem lenda í lægra þrepi virðisaukaskatts og ekki bera vörugjald nú (kaffi, te, kókómjólk o.fl.). Einnig hækkar vörugjald úr 25% í 30% á sykri og sykurvörum, en þessir vöruflokkar verða í lægra þrepi virðisaukaskatts.
    Samkvæmt 28. gr. frumvarpsins er gerð sú breyting á 1. mgr. 42. gr. laganna að veitingahús, mötuneyti og aðrir hliðstæðir aðilar fá endurgreiddan vissan hluta virðisaukaskatts vegna sölu á matvöru í hærra skattþrepi. Þannig eru veitingahús gerð jafnsett þeim aðilum sem selja matvöru í lægra þrepinu.

Um 19. gr.


    Hér er kveðið á um þrönga reglugerðarheimild fjármálaráðherra til að víkja frá þeirri meginreglu að rekstraraðilar geti ekki innskattað eða reiknað sér innskatt af kaupum á vörum frá óskattskyldum aðilum. Rétt þykir að opna þessa heimild gagnvart söluaðilum notaðra hluta úr bifreiðum til að draga úr tilhneigingu þessara aðila til að fara með viðskipti fram hjá tekjuskráningu, en við gildandi reglur er ekki hægt að telja kaup á notaðri fólksbifreið til innskatts hvort sem hún er keypt af skattskyldum eða óskattskyldum aðilum. Ákvæði þetta er sett með hliðsjón af svipuðum reglum sem gilda í Svíþjóð.

Um 20. gr.


    Með 20. gr. er opnuð leið fyrir fjármálaráðherra til að setja reglur til að mæta vandamálum sem upp geta komið við tekjuskráningu þar sem með tækniþróun geta orðið til hagkvæmari leiðir til tekjuskráningar en mælt er fyrir um í 1. mgr. 20. gr. laganna. Það skilyrði er sett að ráðherra leyfi einungis tekjuskráningarkerfi sem er álíka öruggt og venjuleg reikningaútgáfa skv. 1. mgr. 20. gr. Þörfin fyrir þessa heimild hefur komið sérstaklega vel í ljós vegna tekjuskráningar rekstraraðila fjölmiðla, rafmagns- og hitaveitna. Einnig er með þessu ákvæði opnuð leið til að setja sérstakar reglur varðandi tekjuskráningu hjá þeim sem hafa með höndum fólksflutninga.

Um 21. gr.


    Í ákvæðinu er ráðherra gefin heimild til reglugerðarsetningar um skil tiltekinna rekstraraðila sem eru með árlega skattskylda veltu undir ákveðinni fjárhæð. Upphæðin er tengd byggingarvísitölu og jafngildir tæplega 1.150.000 kr. miðað við byggingarvísitölu í nóvember 1993. Ákvæðinu er ætlað að gera ráðherra kleift að auðvelda minni rekstraraðilum uppgjör virðisaukaskatts. Í slíkri reglugerð yrði kveðið nánar á um fyrirkomulag uppgjörsins og greiðslu skattsins. Áætlað er að a.m.k. 6.000 skattskyldir aðilar séu með árlega skattskylda veltu undir þessum mörkum.

Um 22. gr.


    Hér er lagt til að skuldajöfnun samkvæmt greininni nái til allra endurgreiðslna samkvæmt lögunum.

Um 23. gr.


    Í þessari grein er um að ræða tæknilega lagfæringu sem láðist að gera í lögum nr. 111/1992, um breytingar í skattamálum.

Um 24. gr.


    Hér er um að ræða leiðréttingu á tilvísun.

Um 25. gr.


    Um er að ræða lagfæringu af sama toga og í 23. gr.

Um 26. gr.


    Í a-lið er sú breyting gerð á 2. mgr. 36. gr. að tilvísun til 8. tölul. 12. gr. laganna er tekin út þar sem töluliðurinn hefur verið felldur úr lögunum og gerð er tillaga um nýjan 8. tölul. sem fjallar um annað en sá fyrri. Í b-lið er ekki heldur um efnislega breytingu að ræða, heldur er verið að árétta þann skilning sem er viðtekin framkvæmd, að við endurinnflutning á vörum, sem sendar hafa verið utan vegna ábyrgðarviðgerða, skuli ekki innheimta virðisaukaskatt.

Um 27. gr.


    Um er að ræða lagfæringu af sama toga og í 23. og 25. gr.

Um 28. gr.


    Í 28. gr. er kveðið á um sérstaka endurgreiðslu virðisaukaskatts til veitingahúsa, mötuneyta og hliðstæðra aðila vegna sölu þeirra á matvælum í hærra þrepi virðisaukaskatts. Endurgreiðslan skal vera 93,75% af þeim innskatti sem fellur til á uppgjörstímabili vegna innkaupa á matvælum. Talan er fengin sem mismunur þess innskatts sem er frádráttarbær vegna matvæla í 14% skatti og reiknaðs innskatts ef aðföngin væru keypt með 24,5% virðisaukaskatti, auk 25% álags vegna smásöluálagningar. Nánar tiltekið verður hún þannig til: 1,25*(24,5-14)/14 = 1,25*(10,5/14) = 0,9375.
    Í reglugerð verður nánar kveðið á um framkvæmd endurgreiðslunnar, m.a. um skilgreiningar á því hvaða aðilar og starfsemi teljist til veitingarekstrar og falli undir umrædda heimild.

Um 29. gr.


    Hér er lagt til að bætt verði inn í 45. gr. laganna tilvísun í 1. mgr. 24. gr. laganna til þess að tengja byggingarvísitölu við fjárhæð þá sem um getur í 23. gr. frumvarpsins.

Um 30. gr.


    Ákvæði 2. málsl. 2. mgr. 49. gr. er fellt niður til samræmis við ákvæði 21. gr. frumvarpsins, enda nær það til þeirra aðila sem getið er í hinu brottfellda ákvæði.

Um 31. og 32. gr.


    Greinarnar þarfnast ekki skýringa.

Um 33. gr.


    Samkvæmt þessari grein er lagt til að tryggingagjald í lægra skattþrepi hækki úr 2,5% af gjaldstofni í 2,85% og í hærra skattþrepi úr 6% af gjaldstofni í 6,35%.


Um 34. gr.


    Hér er lagt til að hækkun á tryggingagjaldi samkvæmt frumvarpi þessu renni í Atvinnuleysistryggingasjóð.

Um 35. gr.


    Í þessari grein er lagt til að skýrar verði kveðið á um þær reglur sem gilda um ákvörðun gjaldstofns til útreiknings tryggingagjalds vegna vinnu manns við eigin atvinnurekstur eða sjálfstæða starfsemi. Nýlega hafa gengið úrskurðir yfirskattanefndar þar sem kemur fram að óvissa ríki um ákvörðun gjaldstofns tryggingagjalds.
    Í greininni er m.a. lagt til að sett verði lágmark á þau laun sem tryggingagjald reiknast af. Þetta er gert til að tryggja lágmarksgjaldstofn tryggingagjalds óháð reglum 59. gr. laga nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt, með síðari breytingum.

Um 36. gr.


    Um skýringar vísast til athugasemda við 35. gr.

Um 37. gr.


    Þessi breyting er m.a. afleiðing þess að sett er ákveðið lágmark á gjaldstofn tryggingagjalds, sbr. 35. gr. frumvarpsins.

Um 38. gr.


    Greinin þarfnast ekki skýringa.

Um 39. gr.


    Hér er lagt til að bifreiðagjald af bifreiðum, sem eru að eigin þyngd allt að 1000 kg, hækki um tæplega 30%. Hækkun bifreiðagjalds af bifreiðum sem eru að eigin þyngd yfir 1000 kg er meiri, eða 30–40%, allt eftir þyngd bifreiðar.

Um 40. gr.


    Með þessari grein er lagt til að ráðherra sé heimilt að ákveða í reglugerð að uppfylltum ákveðnum skilyrðum að lækka eða fella niður bifreiðagjald af bifreiðum sem ekki eru í notkun.

Um 41. gr.


    Hér er lagt til að bifreiðagjald sé miðað við byggingarvísitölu 1. janúar 1994.

Um 42. gr.


    Greinin þarfnast ekki skýringa.

Um 43. gr.


    Samkvæmt þessari grein er lagt til að vörugjald af bensíni hækki úr 90% í 97% frá 1. janúar 1994.

Um 44. gr.


    Greinin þarfnast ekki skýringa.

Um 45. gr.


    Með ákvæði þessu er lagt til að lagður verði tollur á vörur í 15. kafla tollskrárinnar, en í honum eru dýra- og jurtafeiti og olíur, þar með talið smjörlíki, en þessar vörur eru tollfrjálsar í dag.
    Í 1. mgr. eru ákvæði um að tollar á tilteknum vörum úr 15. kafla verði á bilinu 7–90% og er í öllum tilfellum miðað við að tollarnir verði innan við leyfilegt hámark í núgildandi GATT-samningum.
    Í 2. mgr. er kveðið á um undanþágu frá tollum skv. 1. mgr. varðandi þær vörur sem samningur Íslands við Fríverslunarsamtök Evrópu (EFTA) tekur til, en í þeim samningi eru ákvæði um fríverslun sem snerta vörur í 15. kafla sem falla undir þau tollskrárnúmer sem talin eru upp í greininni.
    Gert er ráð fyrir að samhliða gildistöku laga þessara verði endurskoðuð auglýsing fjármálaráðuneytisins nr. 242/1993 um jöfnunartoll á smjörlíki.

Um 46. gr.


    Greinin þarfnast ekki skýringa.

Um 47. gr.


    Með ákvæði þessu er gert er ráð fyrir að vörugjaldsflokkar verði 7 í stað 6 eins og lög nr. 18/1993 kveða á um auk þess sem vörugjald á vörum í flokki B verður 10% í stað 9%. Breytingar á vörugjaldsskyldu, sem felast í ákvæðinu, eru að öðru leyti þessar. Vörugjald á drykkjarvörur, sælgæti, kex og sætabrauð lækkar úr 25% í 18% en vörugjald á öðrum sykurvörum hækkar úr 25% í 30% auk þess sem lagt er 6% vörugjald á kaffi, te og kókómjólk. Breytingar þessar miða að því að samkeppnisstaða matvara raskist ekki við lækkun virðisaukaskatts samkvæmt ákvæðum II. kafla frumvarpsins.

Um 48. gr.


    Samkvæmt þessari grein er lagt til að lög nr. 18/1993, um breyting á tollalögum og lögum um vörugjald, öðlist gildi 1. janúar 1994. Samkvæmt gildistökuákvæði laga nr. 18/1993 ættu lögin að öðlast gildi á sama tíma og samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið öðlast gildi að því er Ísland varðar.

Um 49. og 50. gr.


    Greinarnar þarfnast ekki skýringa.