Ferill 274. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1993–94. – 1063 ár frá stofnun Alþingis.
117. löggjafarþing. – 274 . mál.


347. Fyrirspurn



til iðnaðarráðherra um útflutning á íslensku vatni í neytendaumbúðum.

Frá Guðmundi Hallvarðssyni.



    Hve mörg fyrirtæki hafa verið stofnuð hér á landi á sl. tíu árum með það að markmiði að flytja út íslenskt drykkjarvatn?
    Þurfa þeir aðilar, sem ætla að hefja útflutning á neysluvatni, að sækja um framkvæmdar- og/eða starfsleyfi?
    Ef svo er, hversu margir aðilar hafa sótt um slíkt leyfi?
    Hefur ráðuneytið eða annar aðili unnið að markaðskönnun varðandi frekari möguleika á útflutningi íslensks drykkjarvatns?