Ferill 311. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1993–94. – 1063 ár frá stofnun Alþingis.
117. löggjafarþing. – 311 . mál.


502. Fyrirspurn

til félagsmálaráðherra um skyldur samkvæmt félagsmálasáttmála Evrópu.

Frá Birni Bjarnasyni.

Hvaða viðvaranir fékk Ísland í 12
. skýrslu embættismannanefndar um félagsmálasáttmála Evrópu frá 22. mars 1993?
Hvaða ráðstafanir hafa íslensk stjórnvöld gert til að bregðast við þessari skýrslu?

Hvert var efni bréfs ráðherra til framkvæmdastjóra Evrópuráðsins 8
. október 1992?
Hefur afstaða ráðherra til félagafrelsis á grundvelli 5
. gr. félagsmálasáttmála Evrópu og 11. gr. mannréttindasáttmála Evrópu breyst eftir að þetta bréf var ritað og dómur féll í máli Sigurðar A. Sigurjónssonar fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu í júní 1993?


Skriflegt svar óskast.