Ferill 315. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1993–94. – 1063 ár frá stofnun Alþingis.
117. löggjafarþing. – 315 . mál.


506. Fyrirspurn

til dómsmálaráðherra um tengsl aðila við björgunaraðgerðir hérlendis.

Frá Hjörleifi Guttormssyni.

Hvernig er háttað sambandi við björgunarsveitir og aðra neyðarþjónustu úti um land þegar
leitað er aðstoðar björgunarsveitar herliðsins á Keflavíkurflugvelli?
Hvernig er gert ráð fyrir að boðleiðir séu milli aðila þegar skipsstrand ber að höndum og leit
að er til björgunarsveitar herliðsins á Keflavíkurflugvelli eins og gerðist við strand Goðans í Vöðlavík?
Telur ráðherra ekki eðlilegt að reglum um Almannavarnir ríkisins verði breytt þannig að kerfi
þeirra komi inn í mál sem þessi á einhverju stigi?