Ferill 366. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1993–94. – 1063 ár frá stofnun Alþingis.
117. löggjafarþing. – 366 . mál.


559. Fyrirspurn



til dómsmálaráðherra um löggæslu innan þjóðgarða, fólkvanga og friðlýstra svæða.

Frá Árna R. Árnasyni.



    Hvernig er hagað löggæslu í þjóðgörðum, fólkvöngum og á friðlýstum svæðum?
    Hvernig er hagað afskiptum af ferðalöngum ef grunur leikur á óheimilum afnotum af neyðarskýlum og neyðarbirgðum, sumarbústöðum eða íbúðarhúsum jarða er falla innan þjóðgarðs, fólkvangs eða friðlýsts svæðis?
    Hvaða sérstaða hefur skapast á þessum svæðum?
    Er reynt að koma ábendingum um þessi mál á framfæri við ferðaskrifstofur og aðra ferðasala ef ætla má að þær vísi ferðalöngum á neyðarskýli eða íbúðarhús, sbr. 2. lið?


Skriflegt svar óskast.