Ferill 347. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1993–94. – 1063 ár frá stofnun Alþingis.
117. löggjafarþing. – 347 . mál.


607. Svar



utanríkisráðherra við fyrirspurn Hjörleifs Guttormssonar um EES-pakka II.

    Fyrirspurnin er svohljóðandi:
    Er lokið formlegum samningum EFTA og EB um þær nálægt 400 gerðir (EES-pakka II) sem Evrópubandalagið hefur afgreitt frá 1. ágúst 1991 að telja og varða EES-samningssviðið? Sé svo ekki, hver er staða samninga um það efni?
    Í hvaða formi hyggst ríkisstjórnin leita eftir staðfestingu Alþingis á þessum gerðum?
    Hvenær verða textar þessara gerða í heild lagðir fram á Alþingi á íslensku?
    Hvenær telur ríkisstjórnin að afstaða Alþingis til þessara gerða þurfi að liggja fyrir?


    1. Samningum um viðbótarpakka EES-samningsins og efnisinnihald hans er lokið þótt ekki verði formlega gengið frá samþykkt hans í sameiginlegu EES-nefndinni fyrr en í mars.
    2. Ríkisstjórnin hyggst leggja viðbótarpakkann fyrir Alþingi í formi þingsályktunartillögu.
    3. Textar flestra þeirra gerða sem hér um ræðir liggja nú þegar fyrir í íslenskri þýðingu og verða tilbúnir í heild þegar þingsályktunartillagan verður lögð fram í mars.
    4. Vonast er til að afstaða Alþingis liggi fyrir áður en þingstörfum lýkur í vor.