Ferill 443. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1993–94. – 1063 ár frá stofnun Alþingis.
117. löggjafarþing. – 443 . mál.


655 . Fyrirspurn



til umhverfisráðherra um áhrif af notkun malbiks á umhverfið.

Frá Gísla S. Einarssyni.



    Hversu stór hluti innfluttra asfaltblandna eru blöndur í lífrænum leysiefnum?
    Hversu mikið magn er talið að almenningur noti af leysiefnum til að hreinsa asfalt af hjólbörðum og bílalakki á ári?
    Hvert er álit Hollustuverndar ríkisins á mengunaráhrifum asfaltbundinna slitlaga og hvert er álit Vinnueftirlits ríkisins á skaðlegum áhrifum frá heitu malbiki við gerð þess og lagningu?    


Skriflegt svar óskast.