Ferill 333. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1993–94. – 1063 ár frá stofnun Alþingis.
117. löggjafarþing. – 333 . mál.


657. Svar



viðskiptaráðherra við fyrirspurn Guðmundar Hallvarðssonar um innflutning gæludýrafóðurs.

    Fyrirspurnin hljóðar svo:
    Hver var innflutningur gæludýrafóðurs í kjötvöru sl. fjögur ár, sundurgreindur í kjöttegundir, og
         
    
    hver var þungi þess varnings,
         
    
    hvert var innkaupsverð,
         
    
    hvert er áætlað smásöluverð?

    Hver var innflutningur gæludýrafóðurs í formi þurrfóðurs sl. fjögur ár og
         
    
    hver var þungi þess varnings,
         
    
    hvert var innkaupsverð,
         
    
    hvað er áætlað smásöluverð?

    Hver var innlend framleiðsla gæludýrafóðurs sundurgreind sem að framan greinir?

    Óskað var eftir aðstoð Rannsóknastofnunar landbúnaðarins við að svara fyrirspurninni og eru svörin byggð á þeim upplýsingum en ekki reyndist unnt að finna svör við öllum spurningunum.
    1. Eins og fram kemur á meðfylgjandi mynd hefur innflutningur á gæludýrafóðri verið nokkuð stöðugur og vaxandi og má ætla að hann sé nú tæp 800 tonn.
    Ekki er fjarri lagi að telja að meðalkaupverð erlendis á gæludýrafóðri á síðasta ári hafi verið um það bil 90–100 kr. á kg. Samkvæmt því gæti kaupverð gæludýrafóðurs erlendis verið um það bil 70 millj. kr.
    2. Ekki liggur fyrir sundurliðun á innflutningi síðasta árs en að henni er unnið. Til er greining á þessu frá árunum 1988–1990. Ef sú skipting sem þar kom fram er höfð til viðmiðunar fyrir árið 1993 má ætla að innflutningurinn hafi verið sem hér segir:
    Kattamatur, blautur, 39% eða 312 tonn.
    Kattamatur, þurr, 10% eða 80 tonn.
    Hundamatur, blautur, 17% eða 136 tonn.
    Hundamatur, þurr, 18% eða 144 tonn.
    Annað gæludýrafóður 16% eða 128 tonn.
    3. Innlend framleiðsla hefur verið óveruleg. Kunnugt er um þróunarvinnu sem er í gangi. Af hálfu eftirlitsdeildar Rannsóknastofnunar landbúnaðarins hefur verið fylgst með þeirri þróunarvinnu eftir því sem viðkomandi aðilar hafa kært sig um og viljað. Ekki er unnt að áætla það magn sem þar um ræðir þar eð engar upplýsingar liggja fyrir um framleiðslu þeirra.

Yfirlit yfir innflutning á gæludýrafóðri


árin 1988–1990.














Repró










Innflutningur á gæludýrafóðri


árin 1985–1993.








Repró