Ferill 494. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1993–94. – 1063 ár frá stofnun Alþingis.
117. löggjafarþing. – 494 . mál.


760. Fyrirspurn



til viðskiptaráðherra um samskipti við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn.

Frá Steingrími J. Sigfússyni.



    Hvernig er upplýsingagjöf til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (IMF) háttað af hálfu íslenskra stjórnvalda?
    Hverjir fá í hendur eða hafa aðgang að upplýsingum, álitsgerðum eða athugasemdum sem sjóðurinn vinnur um Ísland í kjölfar heimsókna sendimanna þeirra hingað?
    Ber Íslendingum skylda til að fara með álitsgerðir sjóðsins sem trúnaðarmál að einhverju eða öllu leyti og ef svo er hvers vegna?